Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum
Skoðun 12. maí 2022

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason

Stríðið í Úkraínu hefur sett hrávörumarkaði heimsins á hliðina, breytt jafnvægi í viðskiptum, framleiðslu og neyslu sem hefur leitt til verð­hækkana sem eiga sér engin fordæmi.  Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðabankanum er því spáð að þessi staða muni jafnvel standa fram yfir 2024.

Hækkanir á orkuverði síðustu mánaða minna um margt á stöðuna sem varð í kjölfar olíukreppunnar 1973. Gert er ráð fyrir því að orkuverð haldi áfram að hækka á þessu ári, en að sú hækkun gangi eitthvað til baka árin 2023 og 2024.  Að sama skapi má gera ráð fyrir að landbúnaðarvörur haldi áfram að hækka í verði á þessu ári. Því er spáð að verð á hveiti muni jafnvel hækka um allt að 40% á árinu.  Þessi þróun er háð því hvenær átökum í Úkraínu lýkur og ekki síður hvernig fóðurrækt á heimsvísu muni þróast.

Í nýlegri skýrslu frá Alþjóða­bankanum (Commodity Markets Outlook – April 2022) er dregin upp svört mynd af stöðunni á hrávörumörkuðum og þeim áhrifum sem hækkanir munu hafa á matvælaverð. Fátækustu þjóðir heimsins munu finna mest fyrir þessari hækkun, enda eru þær oft og tíðum háðar innflutningi á matvælum. Alþjóðastofnanir hafa síðustu mánuði varað við hættu á aukinni hungursneyð í heiminum.  Alþjóðabankinn gaf út yfirlýsingu fyrir nokkru síðan, þar sem kom fram að fyrir hvert prósentustig sem matvælaverð hækkar í heiminum fjölgar um 10 milljónir manna í hópi þeirra sem lifa við mikla fátækt.

Hér á landi er verðhækkun á landbúnaðarvörum ekki komin fram nema að litlu leyti. Ef litið er á vísitölu neysluverðs hafa mjólkurvörur hækkað um 8,4% síðustu 12 mánuðina og kjötvörur um 6,9%.  Á sama tíma hefur verðbólga verið 7,2%.  Vissulega eru þetta miklar hækkanir. Sérstaklega í ljósi þess að enn sér ekki fyrir endann á hækkun á fóðurvörum og áburði. 

Unnsteinn Snorri Snorrason

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f