Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Almennt umhirðuleysi og endurtekin brot
Fréttir 13. febrúar 2017

Almennt umhirðuleysi og endurtekin brot

Matvælastofnun tilkynnti um það 26. janúar síðastliðinn að gripið hefði verið til þess úrræðis að svipta bónda nautgripum sínum vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu.
 
Síðar kom fram í fjölmiðlum að um var að ræða kúabúið Brimnes við utanverðan Eyjafjörð. Lagt var hald á 215 nautgripi, 45 voru fluttir í sláturhús, en 170 urðu eftir á bænum í vörslu Matvælastofnunar að uppfylltum tilteknum skilyrðum. 
 
Í tilkynningu Matvælastofnunar kom fram að ástæður þess að gripið hefði verið til þessa úrræðis hefðu verið þær að gripunum hefði ekki verið tryggður fullnægjandi aðgangur að drykkjarhæfu vatni og fóðri hefði verið spillt með ágangi gripa og óhreinindunum í fóðurgangi. Þá var þéttleiki í smákálfastíum of mikill og laus naut haldin innan um bundnar kýr. Eigin eftirliti var ábótavant og hefur slösuðum gripum ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti með því að leita lækninga. Hafi þurft að aflífa gripi af þessum sökum. Lögbundnar skráningar voru heldur ekki í lagi. 
 
Um endurtekin brot var að ræða og voru á haustmánuðum lagðar dagsektir á ábúendur til að knýja fram úrbætur. 
 
Fullnægjandi úrbætur voru ekki gerðar og því nýtti Matvælastofnun heimildir í lögum um velferð dýra til vörslusviptingar.  
 
Almennt viðvarandi hirðuleysi
 
Sigurborg Daðadóttir.
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að gripirnir verði áfram í umsjá ábúendanna á Brimnesi með ákveðnum skilyrðum. „Eitt af þeim var að ábúendur legðu fram samning við bústjóra, sem yrði þeim til aðstoðar. Það hafa þeir gert og um reyndan bónda er að ræða. Við frestum nú aðgerðum í skamman tíma og endurskoðum stöðuna að tilteknum tíma liðnum, en áfram verður samt fylgst með búinu. Þeir hafa því svigrúm til að koma skikki á búskapinn og umhirðuna,“ segir Sigurborg. Hún segir að vörslusviptingin hafi ekki komið til vegna ástands gripanna, sem slíkra. „Við þurftum hins vegar að senda þessa 45 gripi í sláturhús til að fækka gripunum í samræmi við það sem búið ber,“ segir Sigurborg. Spurð um hver beri kostnaðinn við aðgerðina segir hún að hann falli allur á bændurna. 
 
Í umfjöllun í Fréttablaðinu um málið kom fram að bændurnir á Brimnesi hefðu ekki verið sáttir við starf Matvæla­stofnunar, að ekki hefði verið hlustað á þeirra útskýringar. Sigurborg vísar þessum ummælum á bug. „Það liggur allt fyrir í eftirlitsskýrslum um það hvernig ástandið var. Þetta voru endurtekin brot þar sem almennt umhirðuleysi var viðvarandi ástand um nokkurra missera skeið, en misalvarlegt þó. Dýr voru heldur ekki stærðarflokkuð; litlir kálfar voru innan um stærri gripi og litlar kvígur innan um graðnaut, til dæmis.“ 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...