Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir við verk sitt, Alltaf til forystu, sem var afhjúpað við Fræðasetur um forystufé í Þistilfirði fyrir í sumar. Mynd / Daníel Hansen.
Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir við verk sitt, Alltaf til forystu, sem var afhjúpað við Fræðasetur um forystufé í Þistilfirði fyrir í sumar. Mynd / Daníel Hansen.
Líf og starf 3. september 2018

Alltaf til forystu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega var afhjúpað myndverk á pallinum við Fræðasetur um forystufé. Hönnuður verksins er Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir, fædd 1999. Mjöll hefur unnið að ýmsu útgefnu efni og fyrir utan þennan skúlptúr þá má nefna 20 ára afmælismerki Dalvíkurbyggðar árið 2018.

Mjöll segir að verkið sé hugsað þannig að undirstaðan er rekaviðarbútur sem stendur upp á rönd, þar efst eru tálguð fjöll upp úr rekaviðnum. „Fjöllin er vegna tengingarinnar við forystufé sem leiðir kindahópinn oft heim af fjalli og við fé á Íslandi sem rekið er á fjöll á vorin. Fyrir ofan fjöllin er síðan steypa sem myndar klauf og það táknar ennfremur það síðarnefnda, að forystuféð fer fyrir hópnum. Hornin koma síðan af forystukindinni Þotu, en hún var níu vetra forystukind af Tröllaskaga.

Móðir Þotu var frá bænum Tunguseli á Langanesi og faðir hennar frá Klifshaga í Öxarfirði. Kjörumhverfi Þotu voru hæstu fjöll Tröllaskagans og þar þaut hún um og fékk einmitt nafn sitt af því. Þota var mjög veðurnæm og fann á sér þegar veðrabreytingar voru í nánd. Hún var alltaf mætt heim á hlað daginn fyrir vond veður.

Dalvískir trillusjómenn notfærðu sér þennan næma veðurfræðing og tóku upp báta sína og hættu við að fara á sjó þegar fréttist að hún væri komin heim því það var óbrigðult merki um að óveður væri í aðsigi.

Rekaviðurinn í verkinu tengist síðan landnámi Íslands og íslenska fjárstofninum þar með. Það voru einmitt víkingarnir sem komu fyrst með sauðfé til landsins svo að þar hófst þetta allt saman.“

Mjöll lauk stúdentsprófi af listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri vorið 2018. Uppbygginga­­sjóður Norðausturlands styrkti verkefnið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...