Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gott er að vita sitthvað um æskilega meðhöndlun grænmetis.
Gott er að vita sitthvað um æskilega meðhöndlun grænmetis.
Líf og starf 7. febrúar 2024

Allt um grænmeti í opnu og aðgengilegu vefriti

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vefritið Grænmetisbókin er í vinnslu hjá Matís og verður þar fjallað um flest það sem snertir grænmeti, allt frá uppskeru til neytandans.

„Það eru mörg tækifæri í grænmetisrækt á Íslandi,“ segir Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Umtalsvert sé flutt inn af grænmeti og aukin íslensk framleiðsla myndi stuðla að bættu fæðuöryggi landsmanna.

Rannsóknir og upplýsingar í eina gátt

„Nýjar norrænar næringarráð- leggingar hvetja til aukinnar grænmetisneyslu og áhugi á vegan fæði fer vaxandi,“ heldur hann áfram. „Allmörg rannsókna- og þróunarverkefni um grænmeti hafa verið unnin hjá Matís og forverum þess á undanförnum árum en nokkuð hefur vantað upp á að hægt sé að finna aðgengilegt yfirlit um allar niðurstöðurnar. Því varð til sú hugmynd að búa til vefbók með góðu yfirliti og tengingum á ítarlegri skýringar og heimildir,“ segir hann.

Samstarfsaðilar um verkefnið eru Deild garðyrkjubænda í BÍ og Sölufélag garðyrkjumanna. Sótt var um styrk í Þróunarfé garðyrkju og fékkst hann. Viðfangsefni Matís eru matvælin frá uppskeru og alla leið á borð neytenda. Ræktunin sjálf er því undanskilin í vefbókinni.

Um það hver meginviðfangsefni vefbókarinnar verða segir Ólafur þau vera meðhöndlun grænmetis, aðgerðir til að hámarka gæði grænmetis í flutningum og við geymslu, rétt geymsluskilyrði á lager og í verslunum, hollustu íslensks grænmetis og hvernig hægt er að draga úr sóun á grænmeti.

Markmið að auka þekkingu og áhuga

„Markmið verkefnisins eru að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun,“ útskýrir Ólafur. „Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess.“

Samning vefbókarinnar stendur nú yfir og Ólafur segir allar ábendingar og tillögur vel þegnar en þær má senda á netfangið olafur. reykdal(hja)matis.is.

Reiknað er með að vefbókin verði aðgengileg á vefsíðu Matís í mars næstkomandi og ef til vill á fleiri vefsíðum. Vefbókin verður öllum opin.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...