Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Garðyrkjubændur hafa glímt við ýmsar áskoranir í sumar sem verður þess valdandi að allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni og búast má við uppskerumagni undir meðallagi.
Garðyrkjubændur hafa glímt við ýmsar áskoranir í sumar sem verður þess valdandi að allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni og búast má við uppskerumagni undir meðallagi.
Mynd / Bbl.
Fréttir 19. ágúst 2024

Allt grænmeti er seint á ferðinni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni í ár, en garðyrkjubændur hafa glímt við ýmsar veðurfarslegar áskoranir í sumar.

Helgi Jóhannesson.

Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að strax í vor hafi víða verið vandkvæðum bundið að hefja ræktun. „Frost í jörðu tafði jarðvinnslu, sáningu og útplöntun. Júní var frekar kaldur og júlí blautur og sólarlítill. Norðanhretið í byrjun júní hafði mest áhrif á Norðurlandi.“

Það sem komst á legg lítur ágætlega út

Helgi segir að mikill vindur í sama hreti hafi hrifið dúka og plastyfirbreiðslur af ökrum á Suðurlandi og valdið tjóni nokkuð víða sem seinkar uppskeru. „Einnig varð tjón hjá kartöflubændum þar sem jarðvegur fauk ofan af útsæði.“

Hann segir að það séu ekki eintóm harðindi og skakkaföll í útiræktuninni í sumar. „Það sem komst á legg lítur ágætlega út og ef seinni hluti sumars verður eðlilegur og sæmilega hlýr ættu menn að ná uppskeru þó líklega verði hún undir meðallagi.“

Nýupptekið gullauga

„Fyrstu kartöflurnar, fljótvaxin yrki ræktuð undir plasti, komu á markað um miðjan júlí og nú erum við farin að sjá nýupptekið gullauga í búðum. Uppskera á öðru grænmeti byrjaði í lok júlí og eðlilegt framboð ætti að verða núna um viku af ágúst sem er viku til 10 dögum seinna en venjulega,“ heldur Helgi áfram.

Óttast var í vor að skæð kartöflumygluafbrigði myndu berast til landsins með innfluttu stofnútsæði, en Helgi segir að enn hafi ekki orðið vart við slík vandamál enn þá.

Kuldi og lítil birta

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að hjá henni hafi kaldar nætur að vissu leyti verið helsta áskorunin. „Hjá mér hefur verið ágætis hlutfall af þurrki og vætu en það er heldur kalt og birtan er af skornum skammti. Finnum líka fyrir því inni í gróðurhúsum að það eru færri sólarstundir þar sem slokknar á lömpunum.

Hluti af uppskerunni hefur sjokkerast í kulda og farið illa og hægt af stað á meðan annað sem fór út yfir góða daga er að koma mjög vel út, en er þó nokkrum dögum seinna en við reiknuðum með.“

Skylt efni: uppskera | grænmeti

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...