Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikil og góð spretta hefur verið í Eyjafirði framanverðum og heyfengur góður.
Mikil og góð spretta hefur verið í Eyjafirði framanverðum og heyfengur góður.
Mynd / Ingi Guðmundsson
Fréttir 24. júní 2022

Allt að helmingi meira magn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það bara gjörsamlega veður upp grasið og magnið sem bændur eru að fá er gríðarlega mikið,“ segir Sigurgeir Hreins­ son, framkvæmdastjóri Búnaðar­ sambands Eyjafjarðar.

Bændur í Eyjafirði eru víða komnir vel áleiðis með fyrri slátt, einkum inni í Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströndinni, en síður út með firðinum.

„Nú þarf eiginlega bara almennilegan þurrk svo hægt sé að heyja.“

Sláttur gengur vel á Hríshóli.

Hann segir tún yfirleitt falleg og sprettan mjög góð en vætutíð undanfarna daga hefur sett strik í reikninginn. Sem dæmi um góðan heyfeng segir Sigurgeir að ekki sé óalgengt í meðalári að fá um 10 til 12 rúllur af góðum túnum af hektara lands í fyrri slætti. Nú séu bændur að uppskera 15 og upp í 20 rúllur af hektaranum.

Nefnir Sigurgeir að maímánuður síðastliðinn hafi ekki verið hlýr, en það sem skipti sköpum var að engar frostnætur voru þann mánuð. Til samanburðar voru 18 frostnætur í maí í fyrra.

Þá segir hann að úrkoma í nýliðnum maímánuði hafi verið tvöföld á við það sem gerist í meðalári og því hafi jörð verið mjög rök. „Þetta er allt eiginlega bara æðislegt, mikil og hröð spretta og túnin hér um kring sjaldan jafn glæsileg. Rigningartíð síðustu daga setur aðeins strik í reikninginn, ef ekki fer að koma góður þurrkur má gera ráð fyrir að grösin tapi sínu besta,“ segir hann.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...