Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Allt að 70% atvinnuleysi ungs fólks í sumum héruðum á Spáni
Fréttir 23. maí 2017

Allt að 70% atvinnuleysi ungs fólks í sumum héruðum á Spáni

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á meðan atvinnuástand er orðið nokkuð gott á sumum svæðum innan Evrópusambandsins, sértaklega í Þýskalandi, er það enn afleitt á öðrum svæðum. Var atvinnuleysið frá 2,1% til allt að 31,3% að meðaltali inna ESB-ríkjanna í lok árs 2016. 
 
Meðaltal atvinnuleysis innan ESB-ríkjanna var 8,6% samkvæmt úttekt Eurostat sem birt var 27. apríl síðastliðinn. Atvinnuleysi ungs fólks rokkaði hins vegar á bilinu 4% til 70%.
 
Staða ungs fólks víða hrikaleg
 
Atvinnustaða ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára er enn víða skelfileg. Verst er staða þessa hóps í Ciudad Autónoma de Melilla á Spáni, en þar mældist atvinnuleysið 69,1%, 63,3% í Autónoma de Ceuta-héraði og 57,9% í Andalúsíu á Spáni. Þá er atvinnuleysi ungs fólks einnig mjög mikið, eða á milli 52 til 60%  í þrem héruðum í Grikklandi, þrem héruðum á Ítalíu og í Mayotte-héraði í Frakklandi.
 
Ólík staða hjá þýskum og breskum ungmennum að hluta
 
Á sama tíma býr ungt fólk í níu héruðum í Þýskalandi aðeins við 4,3 til 6,9% atvinnuleysi. Þá er staða þessa hóps í Berks-, Buckingham- og Oxfordskíri í Bretlandi tiltölulega góð, eða 6,6% atvinuleysi. 
 
Enn afleit staða í Grikklandi og á Spáni
 
Þegar horft er á svæðisbundið meðaltalsatvinnuleysi allra aldurshópa er staðan verst í Dytiki Makedonia í Grikklandi, eða 31,3%. Þar á eftir kemur Ciudad Autónoma de Melilla á Spáni með 30,8% atvinnuleysi og Dytiki Ellada í Grikklandi með 29,8%. Síðan kemur Andalúsía á Spáni með 28,9% atvinnuleysi, Extreamdura á Spáni með 27,5%, Mayotte í Frakklandi með 27,1%, Kanaríeyjar (Spánn) með 26,1%, Thessalia-hérað í Grikklandi með 25,5%, Sterea Ellada í Grikklandi með 25% og Ciudad Autónoma de Ceuta á Spáni með 24,9% atvinnuleysi. 
 
Best er atvinnustaðan í ESB ríkjunum í Þýskalandi
 
Best er atvinnustaðan samkvæmt úttekt Eurostat í 7 héruðum í Þýskalandi með þá á bilinu 2,1 til 2,7% atvinnuleysi. Í Prag-héraði í Tékklandi er meðaltalsatvinnuleysið 2,2%  og 2,7% í Nyugat-Dunántúl héraði í Ungverjalandi og það sama átti við um Berks-, Buckingham- og Oxfordskíri í Bretlandi.   
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...