Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Útskriftarnemar Landbúnaðarháskóla Íslands sem voru við athöfn sem fram fór í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Útskriftarnemar Landbúnaðarháskóla Íslands sem voru við athöfn sem fram fór í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Líf og starf 13. júní 2016

Alls útskrifuðust 95 nemendur á þessu vori

Landbúnaðarháskóli Íslands útskrifaði 70 nemendur í blíðskaparveðri í Hjálmakletti í Borgarnesi laugardaginn 4. júní. Alls brautskrást 95 nemendur á þessu ári frá LbhÍ, en laugardaginn 28. maí brautskráðust 15 nemendur af garðyrkjuframleiðslubraut og 10 af skrúðgarðyrkjubraut á Reykjum í Ölfusi.
 
Dr. Björn Þorsteinsson flutti ræðu og óskaði nemendum velfarnaðar í framtíðinni. Lauk hann ræðu sinni með þessum orðum: 
 
„Góð menntun er gulls ígildi – þekkinguna tekur enginn frá manni, hún situr eftir þótt annað kunni að ganga úr greipum – á henni má byggja til framtíðar. Sjóðir þekkingarinnar eru digrir og þeirrar náttúru að eyðast ekki þótt af þeim sé tekið heldur vaxa stöðugt og örugglega. Þið hafið gengið í þessa sjóði og sótt ykkur skerf. Það veganesti mun reynast ykkur vel – það er okkar bjargfasta trú.“
 
Egill Gautason dúxaði með 9,02
 
Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á búfræðiprófi. Egill Gautason hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á BS-prófi með einkunnina 9,02. Naomi Désirée Bos hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi en einungis munaði 0,02 á þeim Agli í einkunn. Ruth Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á BS-prófi með einkunnina 9,6.
 Á Reykjum hlaut Þröstur Þórsson verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn af garðyrkjubraut. Íris Hafþórsdóttir hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á garð- og skógarplöntubraut. Hella Laks voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á námsbraut um lífræna ræktun matjurta. Axel Sæland og Óli Björn Finnsson hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur á ylræktarbraut. Þá hlutu Þröstur Þórsson og Hörður Garðar Björgvinsson verðlaun fyrir góðan námsárangur á skrúðgarðyrkjubraut.
 
35 útskrifuðust af búfræðibraut
 
Alls útskrifuðust 35 nemendur af búfræðibraut, 11 úr fjarnámi og 24 úr staðarnámi. Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á búfræðiprófi sem og góðan árangur í nautgriparækt. 
Arnar Már Sigurðsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í bútæknigreinum og einnig fyrir góðan árangur í hagfræðigreinum. 
 
Karen Helga Steinsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og Einar Dan Jepsen hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í námsdvöl. 
 
13 útskrifuðust með BS í búvísindum og hestafræðum
 
Þá var einnig útskrifað á háskólabrautum. 13 nemendur útskrifuðust með BS-próf af búvísindabraut og hestafræðibraut. Verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi á búvísindabraut hlaut Egill Gautason. 
Fjórir nemendur luku BS prófi í náttúru- og umhverfisfræði. Jónína Hólmfríður Pálsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur á BS-prófi á brautinni. 
 
Fimm nemendur luku BS-prófi á skógfræði- og landgræðslubraut. Bergþóra Jónsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi á brautinni.
 
Þá útskrifuðust átta nemendur með BS-próf af umhverfisskipulagsbraut. Ruth Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í skipulagsfögum, góðan árangur í plöntunotkun sem og góðan námsárangur á námsbrautinni.  Þá fékk Anna Kristín Guðmundsdóttir viðurkenningu frá kennurum brautarinnar fyrir óeigingjarnt framlag til styrktar brautinni. 
 
 Fjórir nemendur  luku MS-prófi í skipulagsfræðum og hlaut Myrra Ösp Gísladóttir verðlaun fyrir góðan námsárangur á brautinni. Þá lauk Hrannar Smári Hilmarsson rannsóknarmiðuðu meistaranámi. 
Um tónlistarflutning við útskriftarathöfnina sáu Anna Kristín Guðmundsóttir og Eva Margrét Eiríksdóttir. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...