Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal hefur ræktað grænmeti um árabil og byrjaði með grænmetismarkað á staðnum fyrir 20 árum sem hefur þróast út í líflegan bændamarkað allar helgar yfir sumarið.
Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal hefur ræktað grænmeti um árabil og byrjaði með grænmetismarkað á staðnum fyrir 20 árum sem hefur þróast út í líflegan bændamarkað allar helgar yfir sumarið.
Fréttir 29. júlí 2021

Alls konar gómsætt og gott úr sveitinni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Jón Jóhannsson er staðarhaldari að Mosskógum í Mosfellsdal þar sem haldinn hefur verið grænmetismarkaður í 20 ár.

Á hverju ári bætist við úrvalið og er þar að finna fjölbreyttan varning frá ræktendum og framleiðendum í nágrenninu, blóm, glænýjan silung úr Þingvallavatni, hunang, umhverfisvænar sápur með ýmiss konar jurtum ásamt veitingum frá ýmsum þjóðlöndum.

Blaðamaður Bændablaðsins átti leið um Mosskóga á dögunum, þegar annar markaður sumarsins var haldinn. Opið er allar helgar, laugardag og sunnudag fram í september/október, allt eftir því hvað veðrið leyfir. Það var hin fínasta sumarstemning á markaðnum en Jón segir þau fara rólega af stað og auglýsa lítið í byrjun þannig að þau nái að anna eftirspurn.

„Við auglýsum okkur á Facebook en þegar á líður sumarið verður meira úrval og því förum við hægt í sakirnar til að byrja með. Ég byrjaði hér með trjárækt en fór svo smátt og smátt út í grænmetið og var í raun algjör tilviljun að við byrjuðum með markaðinn á sínum tíma. Það kom viðtal í Morgunblaðinu og það varð algjör sprenging hér, komu um tvö þúsund manns og allt tæmdist á augabragði. Síðan hefur þetta fest sig í sessi og það er alltaf jafn góð og hugguleg stemning hérna sem fólk sækir í, en núna má eiginlega segja að þetta sé orðið bændamarkaður því úrvalið er mun meira en eingöngu grænmeti,“ útskýrir Jón Jóhannsson í Mosskógum. 

Glæsileg blóm voru til sölu frá Dalsgarði.

Það er ekki amalegt að geta keypt sér nýveiddan silung beint upp úr Þingvallavatni.

Þessi mæðgin seldu alls kyns tegundir af hunangi frá heimalandi sínu. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...