Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pétur Friðriksson, bóndi á Gautsstöðum í Eyjafirði, er einn þeirra kúabænda sem hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk.
Pétur Friðriksson, bóndi á Gautsstöðum í Eyjafirði, er einn þeirra kúabænda sem hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk.
Mynd / HKr.
Fréttir 19. maí 2021

Alls hlutu 59 bændur verðlaun fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls hlutu 59 bændur um land allt verðlaun fyrir úrvalsmjólk. Verðlaun fá þeir innleggjendur sem lögðu inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins.

Reglur um verðlaun fyrir mjólk í 1. flokki A eru þær að hámark frumutölu í mánuðinum sé 200 þúsund frumur/ml eða lægra mælt og reiknað sem faldmeðaltal. Einnig að hámark líftölu í mánuði sé 20.000 ein/ml mælt og reiknað sem beint meðaltal mánaðarins. Loks að hámark frírra fitusýra sé 0,9 mmol/l, reiknað sem faldmeðaltal mánaðarins.

Viðurkenningar voru veittar af hálfu Auðhumlu sem er samvinnufélag í eigu um 600 mjólkurframleiðenda um land allt og hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir á Íslandi og erlendis. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf. með 80% eignarhlut.

Skylt efni: úrvalsmjólk

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...