Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar
Fréttir 19. mars 2020

Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir vefmyndavélum í tölvuvöruverslunum undanfarna daga. Er svo komið að í stærstu verslunum landsins á þessu sviði eru vefmyndavélar uppseldar og jafnvel næstu pantanir líka.

Greinilegt er að mikill fjöldi fólks er að undirbúa það að geta unnið frá sínu heimili í gegnum tölvur ef það lendir í einangrun vegna útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þá er fólk líka að undirbúa að geta haldið fundi með samstarfsfólki sínu yfir netið, en til þess þarf búnað eins og vefmyndavélar.  

Blaðamaður Bændablaðsins fór á stúfana í sömu erindagjörðum og fjöldi annarra í dag og kom þá í ljós að vefmyndavélar voru að verða, eða þegar orðnar uppseldar í flestum verslunum. Þannig var staðan t.d. í Elko og aðeins örfáar vélar eftir sem voru ekki efstar á vinsældalistum neytenda. Sölumaður greindi blaðamanni frá því að sama væri uppi á teningnum út um alla Evrópu. Menn væru að leita að leita að tiltækum vefmyndavélum út um allt. 

Í Tölvulistanum var sama sagan, en þar var allt uppselt að sögn starfsmanns og búið að selja upp allar þær vélar sem voru í pöntun.  Í versluninni Att í Kópavogi var líka allt uppselt og búið að selja fyrirfram allar vefmyndavélar sem búið var að panta. 

Skylt efni: COVID-19

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...