Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Alinn í Bandaríkjunum, unninn í  Kína og seldur í Bandaríkjunum
Fréttir 7. desember 2017

Alinn í Bandaríkjunum, unninn í Kína og seldur í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarráðuneyti Banda­­­ríkja Norður-Ameríku hefur gefið grænt ljós á og veitt fjórum afurðastöðvum í Kína leyfi til að vinna og selja á markaði í Bandaríkjunum kjúklinga sem aldir eru í Bandaríkjunum.

Kjúklingunum, sem aldir verða á kjúklingabúum í Bandaríkjunum, verður einnig slátrað þar og síðan frystir. Eftir frystingu verða þeir fluttir sjóleiðina í frystigámum rúma 11.000 kílómetra til Kína þar sem þeir verða þíddir, unnir, matreiddir og pakkað í neytendaumbúðir fyrir Bandaríkjamarkað. Að því loknu verður kjötið endurfryst og sent aftur rúma 11.000 kílómetra til Bandaríkjanna og selt þar.

Engar upprunamerkingar né eftirlit

Samkvæmt leyfinu er ekki krafist upplýsinga um upprunaland eldisins né landið þar sem kjúklingurinn er unninn á umbúðunum sem hann er seldur í. Ekkert eftirlit verður heldur á vegum bandarískra heilbrigðisstofnana á vinnslunni í Kína.


Áhyggjur af matvælaöryggi

Fagaðilar í matvælaöryggi innan Bandaríkjanna hafa lýst áhyggjum vegna leyfisins og því að vinna eigi kjúklinginn í Kína þar sem fuglaflensa er landlæg og í landi sem er þekkt fyrir margs konar smit sem veldur matareitrun.

Aðrir segja merkilegt að ferlið skuli ganga upp fjárhagslega en þar á móti hefur verið bent á að starfsmaður við kjúklingavinnslu í Bandaríkjunum fái rúmar 1.100 krónur á tímann en að í Kína séu laun fyrir sömu vinnu 100 til 200 krónur á tímann.

Þekkt í fiskvinnslu

Í dag er sams konar fyrirkomulag framkvæmt í fiskvinnslu þar sem fiski er landað í Bandaríkjunum, er frystur þar og fluttur sjóleiðina til Kína þar sem hann er unninn í neytendaumbúðir og sendur aftur á markað í Bandaríkjunum.

Reyndar var svipað uppi á teningnum hér þegar íslenskur fiskur var sendur frosinn til vinnslu og pökkunar í Kína og seldur í Evrópu sem íslensk framleiðsla.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...