Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Alifuglakjötið hefur verið mest selda kjötafurðin á Íslandi frá árinu 2007
Mynd / smh
Fréttir 16. desember 2021

Alifuglakjötið hefur verið mest selda kjötafurðin á Íslandi frá árinu 2007

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Alifuglakjöt er greinilega búið að festa sig í sessi sem langvinsælasta kjötafurðin á Íslandi samkvæmt tölum mæla­borðs landbúnaðarins. Af því voru seld rétt tæp 9.000 tonn á tólf mánaða tímabili.

Þegar litið er yfir sölutölur á kjöti frá afurðastöðvum er ljóst að alifuglakjöt er mest selda kjötafurðin á Íslandi með 8.993.119 kg (rétt tæpum 9 þúsund tonnum) á tólf mánaða tímabili frá októberlokum 2020 til októberloka 2021.

Alifuglakjötssalan 27,3% meiri en kindakjötssalan

Þrátt fyrir 1,3% samdrátt í sölu er alifuglakjötið með yfirburði yfir söluna á kindakjötinu sem nam á sama tíma 6.537.965 kg. Samt var 4,5% aukning í sölu á kindakjöti á milli ára. Var kindakjötssalan því rúmlega 2.455 tonnum minni en salan á alifuglakjötinu, eða sem nemur um 27,3%.
Alifuglakjötið sigldi fram úr kindakjötinu árið 2007

Það var reyndar árið 2007 sem alifuglakjötið fór fram úr kindakjöts­neyslunni. Þá var neyslan á kindakjöti 22,3 kg að meðaltali á mann en alifuglakjötið með 24 kg. Síðan 2007 hefur alifuglakjötið alltaf verið með meiri neyslu og fór mest í 28,2 kg á mann árið 2017, þegar kindakjötið var með 20,6 kg.

Á 12 mánaða tímabili frá októberlokum 2020 til októberloka 2021 var meðalneyslan á alifuglakjöti 24,5 kg á mann, en kindakjötið er komið niður í 17,2 kg. Eftir 2015 verður þó að hafa fyrirvara um mögulega skekkju í tölum um neyslu á mann vegna ferðamanna. Neyslutölur geta því verið ögn hærri en raunin er.

Svínakjötið er fast á eftir kindakjötinu í sölu með 6.474.243 kg. Hefði ekki komið til 4% samdráttar í sölu á svínakjöti hefði salan á því farið vel fram úr kindakjötssölunni.
Salan á nautakjöti jókst um 5%

Í fjórða sæti í kjötsölunni er nautgripakjöt. Af því voru seld frá afurðastöðvum 4.858.998 kg á tólf mánaða tímabili. Þar hefur orðið marktæk aukning í sölu, eða sem nemur 5%. Aukningin í sölu nautakjöts helst nokkuð vel í hendur við aukningu í framleiðslunni sem var líka 5% á milli ára. Þannig voru framleidd 4.874.635 kg af nautgripakjöti á tólf mánaða tímabili. Meðalneysla á mann á þessu tímabili var 13,1 kg.

Athygli vekur að þegar tölur Hagstofu Íslands um neyslu á mann frá 1983 til 2015 og framreikningur Bændablaðsins á þeim tölum til októberloka 2021 eru skoðaðar, kemur í ljós að mjög litlar sveiflur hafa orðið í neyslu á nautakjötinu allt frá árinu 1985. Hefur hún legið á bilinu 10,5 til 114,1 kg. Árið 2011 fór nautakjötsneyslan í fyrsta sinn yfir 13 kg á mann og hefur haldist yfir þeirri tölu síðan nema á árinu 2020 þegar hún fór niður í 12,5 kg á mann.

Þótt hrossakjöt hafi greinilega aldrei verið mjög ofarlega á vinsældalista íslenskra neytenda, þá seldust samt 621.353 kg (621 tonn) á tólf mánaða tímabili fram til októberloka. Meðalneysla á mann var þá 1,8 kg. Það vekur samt athygli að þar hefur orðið verulegur samdráttur í sölu, eða sem nemur 15,5%. Á tímabilinu frá ágústbyrjun til októberloka var samdrátturinn hlutfallslega enn meiri, eða 20,7%. /HKr.
– Sjá nánar á bls. 8 í nýju Bændablaði

Skylt efni: alifuglakjöt | kjúklingur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f