Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Algjört kæruleysi gagnvart sínum nánustu
Á faglegum nótum 17. september 2015

Algjört kæruleysi gagnvart sínum nánustu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Af og til fæ ég myndir sendar af fólki sem er ekki að hugsa um öryggi sitt og annarra. Þessar myndir eru af ýmsu tagi, en nú fyrir stuttu fékk ég myndir af smölum á fjórhjólum sem allir voru hjálmlausir.
 
Í síðasta forvarnarpistli var áminnt um að fara varlega í smalamennsku og vera í réttum öryggisklæðnaði. Þegar ég, sem er að reyna að hjálpa og vekja athygli á öryggismálum, sé svona get ég ekki neitað því að maður fyllist vonleysi og hugsar; er engin sem les þessar línur frá mér? Það sem mér finnst verst við þetta er að ég veit að það eiga eftir að verða slys. Þá liggur sá slasaði og lætur stjana við sig og leggur fyrir vikið aukna byrði á sína nánustu. Einmitt vegna þess að gæta ekki að eigin öryggi.
 
Nú er hægt að fá viðurkenndan veltiboga á fjórhjól
 
Fyrir um ári síðan skrifaði ég hér um margverðlaunaðan veltiboga á fjórhjól sem framleiddir eru í Nýja-Sjálandi og heita Lifeguard. Fyrir nokkru ók ég fram hjá Jötunn á Selfossi og það fyrsta sem ég sá inn um búðargluggann var Lifeguard veltibogi á fjórhjól. Ég vil hvetja alla þá sem eiga fjórhjól að skoða þennan magnaða búnað.
 
Veltibogi getur skipt sköpum varðandi það hvort ökumaður sem veltir fjórhjóli getur losað sig undan því  ef ökutækið hafnar á hvolfi. 
Til fróðleiks má sjá á vefsíðunni jotunn.is tengil á lítið myndband sem sýnir þennan öryggisbúnað í notkun. Sjálfur keyri ég sjaldan fjórhjól, en mér hefur tekist að velta einu slíku yfir mig og þakkaði þá góðum öryggisklæðnaði sem ég var í.
 
Ekki er sömu sögu að segja frá manni sem hringdi fyrir nokkrum árum í Neyðarlínuna og var búinn að velta hjólinu sínu yfir sig. Þessi aðili var fastur undir hjólinu. Björgunarsveit var kölluð út til að finna manninn. Leitin tók sinn tíma, en samkvæmt lýsingu frá starfsmanni Neyðarlínunnar heyrði hann vel hvernig dró af manninum hægt og rólega meðan á leitinni stóð. Sem betur fer endaði þessi saga vel, en ef þessi maður hefði verið með Lifeguard veltiboga á hjólinu hefði hann annaðhvort átt að geta velt hjólinu af sér eða smokrað sér undan hjólinu. 
 
Þar sem að ég hef kynnt mér vel þennan veltiboga vil ég benda tryggingarfélögum á að miðað við virkni bogans ætti að vera óhætt að gefa a.m.k. 50% afslátt af tryggingum fjórhjóls og ökumannstryggingu sé viðkomandi með veltiboga frá Lifeguard.  
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...