Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Álftir skemma kornakra
Gamalt og gott 20. nóvember 2015

Álftir skemma kornakra

Það er engin nýlunda að álftir skemmi kornakra á Íslandi. Í forsíðufrétt frá 26. nóvember árið 2002 er rætt við Þórarin Leifsson, bónda í Keldudal í Skagafirði, sem var í hópi stærri kornræktenda í landinu. „Álftirnar eru orðnar hrein plága víða í kornrækt og valda milljóna tjóni á uppskeru," sagði Þórarinn. 

Þórarinn sagði að um væri að ræða á bilinu 200 til 400 fugla á kornökrum Skagfirðinga. Samkvæmt því sem honum hefði verið sagt æti hver álft á við á með tvö lömb þannig að ef um væri að ræða liðlega 300 fugla ætu þeir á við nærri eitf þúsund fjár. „Álftum hefur fjölgað alveg gríðarlega síðustu árin. Þær eru eins og mörg önnur dýr og helga sér óðöl, sem þýðir að hvert álftapar hefur visst landsvæði fyrir sig, og þessi óðöl standa í áratugi. Með fjölgun fuglanna eru öll óðöl fullsetin og því er um að ræða hundruð geldfugla sem fá
ekki óðöl og leggjast á ræktarlönd bænda. Þessar álftir eru orðnar svo spakar að þær labba bara um við hliðina á dráttarvélunum," sagði Þórarinn. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...