Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Álftir og gæsir: Vinna við aðgerða­r­áætlun að hefjast
Fréttir 25. júní 2015

Álftir og gæsir: Vinna við aðgerða­r­áætlun að hefjast

Höfundur: smh
Á vegum Bændasamtaka Íslands og Umhverfisstofnunar var haldin ráðstefna í Gunnarsholti þann 10. apríl síðastliðinn þar sem upplýsingar voru kynntar sem bændur höfðu skráð um tjón af völdum álfta og gæsa. Kom þar í ljós að tjón á síðasta ári var afar umfangsmikið.
 
Í framhaldinu gaf fulltrúi umhverfisráðuneytisins út að skipaður yrði aðgerðarhópur á vegum stjórnvalda til að vinna að tillögum um aðgerðir til að bregðast við vandanum. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, sem hefur m.a. unnið í þessum málum fyrir hönd Bændasamtakanna, þá er vinna með stjórnvöldum að aðgerðaráætlun að komast í gang. „Tjónaskýrslur frá bændum í fyrra sýndu fram á verulegt tjón sem gerir kornbændum mjög erfitt fyrir á sumum svæðum landsins. Tilkynningar um tjón sem bændur skráðu á Bændatorgið í fyrra hafa verið mikilvæg gögn til að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Það skiptir því öllu máli að bændur haldi áfram að skrá tjón á þessu ári á Bændatorginu. Upplýsingar um tjón fara til Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands til skoðunar og úrvinnslu. Bændasamtökin hvetja bændur til að skrá allt tjón af völdum fugla samviskusamlega svo það geti orðið grundvöllur að aðgerðaáætlun í samvinnu við stjórnvöld.“
 
Til þess að hægt sé að skrá tjón á spildum þurfa þær að vera skráðar í JÖRÐ, skýrsluhaldskerfið í jarðrækt, en einnig þarf stafrænt túnkort að vera til staðar. 
 
Í upplýsingum sem skráðar eru þarf eftirfarandi að koma fram: umfang tjóns, tegund fugla sem valda tjóni, tímabil sem tilkynnt tjón á við um, hvaða forvörnum var beitt og mat á kostnaði við forvarnir. Þá eru bændur hvattir til að taka myndir sem sýna fram á tjónið og senda með tjónatilkynningu. Nánari upplýsingar veita búnaðarsambönd og Jón Baldur Lorange hjá Búnaðarstofu. 

Skylt efni: álftir og gæsir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...