Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Verðlaunahafar úr hópi eyfirskar kúabænda.
Verðlaunahafar úr hópi eyfirskar kúabænda.
Fréttir 10. mars 2015

Alfa og Hjálma hæst hjá eyfirskum kúabændum

Hjá Félagi eyfirskra kúabænda er haldin sú venja að taka fyrir ákveðinn árgang kúa og veita viðurkenningar. Annars vegar er það fyrir útlitsdóm og hins vegar fyrir sambland af honum og afurðamati kýrinnar. Var nú komið að kúm fæddum árið 2009.
 
Þessi árgangur samanstóð af 1.487 kúm sem voru á 89 búum. Meðalfjöldi dæmdra kúa á hvert bú var því 16,7 kýr. 
 
Skipting hópanna eftir feðrum var þannig, að 36% kúnna voru undan reyndum nautum, 39% undan ungnautum og 25% undan heimanautum. Sú óæskilega þróun er að heldur fjölgar í síðastnefnda hópnum.
Meðaleinkunn fyrir skrokk­byggingu reyndist vera 28,1 stig, 16,6 fyrir júgur, 16,3 fyrir spena, 16,7 fyrir mjaltir og 4,6 stig fyrir skap. Í dómseinkunn gerir það að meðaltali 82,3 stig. Miðað við næstu árganga á undan er um að ræða lítils háttar lækkun á aðaleinkunn sem fyrst og fremst stafar af nákvæmari dómum á mjöltum. Heildarstig einstakra kúa sveiflaðist frá 70 upp í 90.
 
Úr 2009 árganginum náðu 2 kýr á svæðinu 90 stigum og 10 hlutu 89 stig. Fengu eigendur þeirra viðurkenningu frá Félagi eyfirskra kúabænda. Voru það stækkaðar og áritaðar myndir af kúnum.
Út frá afurðamati kýrinnar og dómseinkunn, var reiknuð út heildareinkunn fyrir hana. Sú einkunn er fundin þannig: Dómseinkunn x 2 + afurðamat + eigið frávik fyrir afurðir (umfram 100). Varðandi verðlaunakýrnar er þess krafist að fyrir þurfi að liggja að lágmarki fjórar efnamælinganiðurstöður á ári, kýrin hafi ekki verið eldri en þriggja ára við fyrsta burð og burðartilfærsla ekki verið óeðlilega mikil. Miðað var við að kýrnar væru lifandi í árslok 2013.

6 myndir:

Skylt efni: eyfirskir kúabændur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...