Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flestir hnúðlaxanna veiddust neðarlega í ánum, þó væru dæmi um laxa sem veiddust nokkuð ofarlega á vatnakerfum.
Flestir hnúðlaxanna veiddust neðarlega í ánum, þó væru dæmi um laxa sem veiddust nokkuð ofarlega á vatnakerfum.
Fréttir 1. febrúar 2022

Aldrei veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt bráðabirgðatölum Haf­rannsóknastofnunar veidd­ust 36.300 laxar á stöng sumarið 2021. Er það 9,5 % minnkun frá árinu 2020 og um 12,5% undir meðalveiði áranna frá 1974. Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi.

Veiðin 2021 var um 8.800 löxum minni en hún var 2020. Af einstökum landshlutum var aukning í veiði í ám á Reykjanesi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra en minnkun varð í ám á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðurlandi. Síðustu sex ár hefur veiði villtra laxa verið undir langtímameðaltali með lágmarki árið 2019 þegar aðeins veiddust 29.218 laxar.

Allir veiddir laxar taldir

Á heimasíðu Hafrannsókna­stofn­unar segir að í tölum um heildarlaxveiði séu taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði, veitt og sleppt. Laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða var alls um 7.500 laxar sem er um helmingur þess sem veiddist 2020, sem var 14.832 laxar. Stór hluti skýringar á minni laxveiði árið 2021 samanborið við 2020 er vegna færri veiddra laxa í ám sem byggja á sleppingum gönguseiða.

Fimmta minnsta veiðin

Við samanburð á langtímaþróun á stangveiði þarf að taka tillit til þess að laxar úr gönguseiðasleppingum eru viðbót við náttúrulega framleiðslu ánna og þegar veitt er og sleppt í stangveiði veiðast sumir fiskar oftar en einu sinni. Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu, ekki úr seiðasleppingum, og áætlaður fjöldi endurveiddra laxa dreginn frá, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2021 um 23.500 laxar, sem er fimmta minnsta stangveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn 1974.

Aukning á veiði hnúðlaxa

Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Veiddust hnúðlaxar í öllum landshlutum þótt mest bæri á honum í ám á Austurlandi. Flestir hnúðlaxanna veiddust neðarlega í ánum, þó voru dæmi um laxa sem veiddust nokkuð ofarlega á vatnakerfum og má nefna Flókadalsá í Borgarfirði og Brúará. Aukning á hnúðlaxi er að koma fram í ám í öðrum löndum við Norður-Atlantshaf og er mikilvægt að auka þekkingu á áhrifum þessarar tegundar.

Verið er að vinna við skráningu veiði úr veiðibókum og endanlegar tölur um laxveiði á Íslandi árið 2021 verða gefnar út þegar því verki lýkur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...