Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Taflan sýnir dreifingu greiðslumarks milli aldurshópa og er byggð á gögnum frá matvælaráðuneytinu árið 2022.
Taflan sýnir dreifingu greiðslumarks milli aldurshópa og er byggð á gögnum frá matvælaráðuneytinu árið 2022.
Fréttir 23. desember 2022

Ákvörðun ráðherra mikil vonbrigði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Það var þungt hljóð í fundarmönnum á aðalfundi Félags ungra bænda á Norðurlandi sem var haldinn í byrjun desember. Einkum var það fyrirhuguð niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjársamningi sem á að taka gildi um áramót sem fór illa í fundarmenn.

Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skrifaði grein í Bændablaðið þar sem kemur fram að hún ætli ekki að verða við ósk bænda um að stöðva niðurtröppunina.

Einstök sátt og einhugur hefur verið um málið á meðal bænda um málið og tillögur þess efnis verið samþykktar á aðalfundum búgreinadeildar sauðfjárbænda með öllum greiddum atkvæðum. Ákvörðun ráðherra er því mikil vonbrigði.

Í máli fundarmanna kom meðal annars fram að með því að færa fjármuni af greiðslumarki yfir á til dæmis ullargreiðslur mun tekjuflæði til bænda minnka. Ullargreiðslur eru greiddar út í eingreiðslu en greiðslumarkið er borgað út tíu mánuði ársins. Mun þetta verða til óþæginda fyrir unga bændur með tilliti til mánaðarlegra afborgana lána og mega bændur síst við því í hækkandi aðfangaverði og hækkandi vaxtastigi.

Eftirfarandi tillaga var borin upp á aðalfundi Félags ungra bænda á Norðurlandi og var tillagan samþykkt samhljóma:

Aðalfundur Félags ungra bænda á Norðurlandi, haldinn föstudaginn 2. desember 2022, lýsir yfir vonbrigðum með afstöðu matvælaráðherra að stöðva ekki niðurtröppun á greiðslumarki sauðfjársamnings meðan unnið er að endurskoðun búvörusamninga á árinu 2023. Sú niðurtröppun sem boðuð er mun koma mjög illa við búrekstur ungra bænda sem hafa verið að fjárfesta í greininni á síðustu árum.

Miðað við dreifingu eignarhalds á greiðslumarki eiga yngri bændur hlutfallslega meira greiðslumark en þeir eldri, samanber meðfylgjandi töflu. Þeir sem hagnast hlutfallslega mest á breytingunni eru bændur 60 ára og eldri sem í flestum tilvikum standa fyrir búrekstri sem er minna skuldsettur en hjá ungum bændum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...