Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþáguheimildir frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi.

Matvöruheildsalan Innnes krafði Samkeppniseftirlitið (SKE) um inngrip vegna háttsemi framleiðendafélaga í júlí á þessu ári. Kröfunni var synjað á þeim grundvelli að ekki væri lengur á valdsviði SKE að grípa til íhlutunar gagnvart háttsemi framleiðendafélaga vegna heimilda sem settar hefðu verið með breytingarlögunum. Innnes byggði málatilbúnað sinn á því að breytingarlögin brytu gegn 44. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.

„Málsnúmerið hlaut vissulega þrjár umræður en breytingar á frumvarpinu í þinglegri meðferð hafi verið svo umfangsmiklar að nýtt frumvarp hafi í raun litið dagsins ljós án fullnægjandi umræðna. Eðli málsins samkvæmt eru breytingar gerðar á frumvörpum, enda er það tilgangurinn með því að hafa þrjár umræður um frumvarp áður en það verður að lögum. Hins vegar er ekki kýrskýrt samkvæmt lögum hversu viðamiklar breytingarnar megi vera áður en um annað frumvarp sé að ræða,“ segir Katrín Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi. „Í dómnum segir að úrlausnarefni þessa máls reyni fyrst og fremst á stjórnskipulegt gildi laganna sem fólu í sér breytingar á búvörulögum. Óumdeilt er að lagasetningin komi í veg fyrir að SKE myndi bregðast við erindi Innnes um að láta málefni framleiðendafélaga til sín taka í samræmi við heimildir SKE skv. samkeppnislögum.“ Dómurinn lýsi afstöðu til breytingarlaganna sem stjórnskipulegs álitaefnis og tekur mið af dómaframkvæmd um breytingar á lagafrumvörpum. „Einnig endurspeglar hann mikilvægi þess að Alþingi fylgi skýrum reglum við setningu laga til að tryggja réttaröryggi. Til að taka allan vafa af málinu hefði verið réttast samkvæmt dómnum að fara með breytingartillöguna sem nýtt mál og hefja þrjár umræður um það á ný,“ segir Katrín.

Í dómnum segir að áskildum fjölda umræðna samkvæmt stjórnarskrá var ekki náð. „Sú breyting sem gerð var á búvörulögum og samþykkt á Alþingi var ekki sett á stjórnskipulegan hátt þar sem hún stríðir gegn stjórnarskrá og hefur af þeim sökum ekki lagagildi. Breyting þessi stendur þannig ekki í vegi fyrir því að SKE taki erindi Innnes til úrlausnar í samræmi við lögbundið hlutverk sitt samkvæmt samkeppnislögum.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...