Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar.
Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 24. september 2019

Akureyringar flokka meirihluta sorps

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Um 7.600 tonn af sorpi og öðrum úrgangi féllu til frá heimilum á Akureyri á liðnu ári. Stór hluti er endurunninn, þar af fóru hátt í tvö þúsund tonn af lífrænum úrgangi í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.
 
Samkvæmt tölum frá 2017 er Ísland í fjórða sætinu yfir magn úrgangs, um 656 kíló á hvern íbúa að því er fram kom í fréttum RÚV nýverið. Þarna er átt við heildarmagn, þó að mestu leyti frá heimilum, burtséð frá því hvað verður um sorpið, hvort það er urðað, endurunnið og þá hvernig. Meðaltalið í Evrópusambandinu eru 486 kíló á hvern íbúa.
 
36% af úrgangi fara í urðun
 
Fram kemur í frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar að í fyrra féllu til um 7.600 tonn af sorpi frá heimilum á Akureyri. Það gera um það bil 400 kíló á hvern íbúa. Þar af fara um 2.800 tonn af úrgangi í urðun í Stekkjarvík í námunda við Blönduós, eða um 36%. Flest annað er endurunnið á einn eða annan hátt.
Akureyringar hafa á undan­förnum árum náð mjög góðum árangri í flokkun og endurvinnslu á pappa, drykkjarumbúðum, plasti og málmum. Þar að auki hafa um 80% heimila á Akureyri, í yfir tíu ár, flokkað allan lífrænan úrgang og skilað í Moltu, segir í frétt á vefsíðunni. Einnig að nýjasta dæmið sé græna trektin, en með henni geta íbúar með einföldum hætti losað sig við alla matarolíu og dýrafitu á þægilegan hátt. 
 
Stór hluti alls úrgangs sem fellur til á Akureyri er endurunninn. Hátt í tvö þúsund tonnum af lífrænum úrgangi var skilað frá akureyskum heimilum í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...