Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Akstur með börn í skólabílum
Fréttir 6. september 2019

Akstur með börn í skólabílum

Höfundur: Herdís Storgaard
Árlega berast margar fyrir­spurnir um öryggi  barna í skóla­bílum. Ég ætla í þessum pistli að reyna að útskýra hvernig má ferja börn á sem öruggastan hátt í rútum.
 
Í lok 1990 voru gerðar meiri kröfur um öryggi farþega í rútum hjá Evrópusambandinu en þær reglur gilda einnig hér á landi. 
 
Herdís Storgaard.
Meðal annars kváðu þessar reglur um að rútur yrðu útbúnar með öryggisbeltum. Reglurnar voru innleiddar í tveimur stigum. Árið 1998 var gerð krafa um að allar litlar rútur kæmu á markað með beltum en þremur árum síðar allar stærri rútur. Vandamálið er að oft eru bílbeltin ekki þriggja punkta heldur einungis tveggja punkta. Veldur þetta bílstjórum og foreldrum miklum höfuðverk þegar kemur að öryggi barna. 
 
Sá aðili sem pantar þessa þjónustu, sem er oftast sveitarfélagið, á að sjálfsögðu að taka tillit til barna og panta einungis rútur með þriggja punkta beltum. Þannig er hægt að tryggja öryggi yngri barna á sem bestan hátt og að þau geti notað viðeigandi öryggisbúnað. Þetta er því miður ekki alltaf raunin og þá koma upp vandamál eins og að barn sem notar venjulega sessu með baki getur ekki notað hana því hana er einungis hægt að nota í bíl með þriggja punkta belti. 
 
Ef rútan sem flytja á barnið í er einungis með tveggja punkta beltum þá á barnið einungis að nota tveggja punkta belti, engan öryggisbúnað. Ef rútan er búin þriggja punkta beltum þá getur barnið notað sessu með baki.
 
Vert er að taka fram að sessa án baks er búnaður sem er ekki lengur framleiddur og er ekki öruggt að nota, þó hann sé notaður í rútu sem er með þriggja punkta beltum. Búnaðurinn er einfaldlega ekki nægilega öruggur og íslenskar sem erlendar rannsóknir sýna að hann rennur undan barninu í hörðum árekstri. Í veltum hefur hann farið undan barni og þá geta bílbeltin skaðað barnið. Ef barnið hefði verið einungis í þriggja punkta belti hefði það verið betur varið.
 
Það er einnig vert að benda á þá staðreynd að ekki var byrjað að prófa barnabílstóla og sessur með baki í rútur fyrr en að áðurnefndar reglur tóku gildi. Hér á landi er fjöldinn allur af rútum þar sem beltin hafa verið sett í eftir á. Það eru tilmæli prófunaraðila í Evrópu að ef verið er að flytja börn í þessum gömlu rútum, þar sem beltum hefur verið komið í eftir á, að börn noti einungis beltin og án annars búnaðar. Ástæðan er sú að það er óvíst hvað getur gerst í árekstri ef verið er að nota búnað sem ekki hefur verið prófaður í tiltekna rútu.  
 
Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð. Hægt er að senda tölvupóst á slysahusid@simnet.is Einnig eru upplýsingar um öryggi barna í bílum á www.msb.is. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...