Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áhyggjur vegna samningsdraga um nýjan búvörusamning
Fréttir 23. febrúar 2016

Áhyggjur vegna samningsdraga um nýjan búvörusamning

Fundurinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna samningsdraga þeirra sem kynnt hafa verið af fulltrúum bænda í samninganefnd um nýjan búvörusamning,“ segir í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi í Félagi þingeyskra kúabænda sem haldinn var á Breiðumýri fyrir skömmu. 
 
Um 50 manns sóttu fundinn, 12 greiddu atkvæði með ályktuninni en 4 á móti, þannig að um 35 manns greiddu ekki atkvæði.  
 
Annmarka má sníða af án þess að afleggja kerfið
 
Fram kemur í ályktuninni að fundurinn telji helstu annmarka á núverandi greiðslumarkskerfi vera viðskipti með greiðslumarkið, en að mati fundarins sé hægt að sníða þá annmarka af því kerfi án þess að það sé aflagt. Bendir fundurinn í því sambandi á tillögur hóps eyfirskra bænda sem virðist uppfylla það skilyrði. Þá telur fundurinn að það mark að ekki skuli skerða gripagreiðslur fyrr en við 120 kýr, eða fleiri, sé sett of hátt.
 
„Það er mikilvægt að viðhalda þeirri ímynd að íslenskur landbúnaður verði í sátt við umhverfið, sátt við náttúruna og leggi sig sérstaklega eftir sátt við neytendur. Sérstaklega verði horft til byggðasjónarmiða við gerð búvörusamnings,“ segir í ályktuninni. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...