Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Áhyggjufullir vegna sýklalyfjanotkunar í landbúnaði í Bandaríkjunum
Fréttir 25. september 2018

Áhyggjufullir vegna sýklalyfjanotkunar í landbúnaði í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einn af möguleikum Breta eftir að úrsögn þeirra úr Evrópu­sambandinu tekur að fullu gildi er að flytja inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af slíkum innflutningi út frá lýðheilsusjónarmiðum.

Notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns í Bandaríkjum Norður-Ameríku er mun meiri í Evrópu og á Bretlandseyjum. Að öllu jöfnu er talið að notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns sé fimm sinnum meiri í Bandaríkjunum en á Bretlandseyjum. Notkunin er misjöfn milli búfjárstofna og mest er hún í nautgriparækt, eða sextán sinnum meiri og dæmi um að hún hafi verið þrjátíu sinnum meiri í Bandaríkjunum en á Bretlandseyjum. Notkun sýklalyfja í kjúklingarækt er þrisvar sinnum meiri, sex sinnum meiri í svínarækt og fimm sinnum meiri í kalkúnaeldi í Bandaríkjunum en í Bretlandi. Notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns er bönnuð á Íslandi.

Innflutningur á nautakjöti frá Bandaríkjunum er bannaður víðast í Evrópu vegna þessa.
Mikil notkun á sýklalyfjum í landbúnaði sem vaxtarhormóns og hættan á útbreiðslu á sýklalyfjaónæmum bakteríum er eitt af stærstu yfirvofandi heilbrigðisvandamálum heimsins í dag, að sögn Alþjóðaheilbrigðis­stofnunarinnar og fleiri aðila sem láta sig lýðheilsumál varða.

Eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu standa Bretar í samningaviðræðum við Evrópusambandið um áframhaldandi innflutning á matvælum til landsins. Einnig eru Bretar að skoða möguleika á því að flytja inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum.

Ekki eru allir á eitt sáttir við að gerðir verði samningar við Bandaríkin um innflutning landbúnaðarvara og bera fyrir sig lýðheilsusjónarmiðum og segja hættuna á sýkingu og jafnvel faraldri af völdum sýklalyfjaónæmra baktería vera of mikla.

Skylt efni: Brexit | Matvælaöryggi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...