Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Einar Örn Aðalsteinsson ásamt eiginkonu sinni, Sesselíu Ingibjörgu Barðdal. Þau eiga veitingastaðinn Kaffi Kú.
Einar Örn Aðalsteinsson ásamt eiginkonu sinni, Sesselíu Ingibjörgu Barðdal. Þau eiga veitingastaðinn Kaffi Kú.
Fréttir 28. janúar 2021

Áhugi fyrir uppsetningu deilieldhúss kannaður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Einar Örn Aðalsteinsson hjá Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit fékk á dögunum styrk frá Matvælasjóði Íslands til að kanna rekstrarforsendur og kostnaðargreina uppsetningu deilieldhúss og er fyrsta skref þess að kanna þörf og áhuga á aðstöðunni.

Í könnun Einars kemur fram að á teikniborðinu sé að opna fullvottað deilieldhús (vinnslueldhús) í Eyjafjarðarsveit þar sem matvælafrumkvöðlum, félagasamtökum, veitingaaðilum, frumframleiðendum og yfirleitt öllum þeim sem áhuga hafa á, gefst kostur á að þróa og framleiða sína vöru í vottaðri aðstöðu með möguleika á aðstoð fagfólks. Deilieldhúsið er opið öllum, vönum og óvönum, en til að komast inn þarf að bóka tíma og útskýra hvað á að vinna við en boðið verður upp á aðstoð fagfólks ef vilji er  fyrir því, að því er fram kemur á Facebook-síðu Eyjafjarðarsveitar.

Þurfa þeir aðilar sem vilja framleiða og gera tilraunir í deilieldhúsinu að sitja inntökunámskeið þar sem farið er yfir uppbyggingu vinnslurýmis, starfsreglur, smitvarnir, ofnæmisvalda, bókunarkerfi og almennt hvað felst í að starfa í deilieldhúsi.

Eldhúsið verður búið öllum þeim tækjum sem til þarf við margs konar vinnslu en vottuð aðstaða er grundvöllur þess að koma vöru á markað. 

Skylt efni: Kaffi Kú

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...