Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, að draga fé í dilka.
Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, að draga fé í dilka.
Mynd / Ingimar Sigurðsson
Fréttir 5. febrúar 2016

Áhugi á heimavinnslu matvæla í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: smh
Nokkrar konur í Austur-Húnavatnssýslu, sem allar koma að búskap með einum eða öðrum hætti, komu saman á dögunum til að ræða möguleika til heimavinnslu matvæla í héraði, með það jafnvel fyrir augum að stofna matarsmiðju. 
 
Ein þessara kvenna er Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, bóndi á Sölvabakka og fyrrverandi ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Þetta er nú eiginlega á frumstigi og þessi fundur sem við ætlum að halda á miðvikudaginn [í gær] er fyrsta skrefið. Þá ætlar Óli Þór Hilmarsson, sérfræðingur hjá Matís, að halda erindi um aðstöðu, leyfismál og annað sem þarf að huga að þegar matarsmiðja er stofnuð. Hann hefur mikla reynslu af því að styðja við slík verkefni og er margfróður um vinnslu matvæla og vöruþróun.“
 
Stöllur Önnu Margrétar og forsprakkar hópsins í þessu verkefni eru þær Sigrún Hauksdóttir í Brekku og Selma Svavarsdóttir, sem býr reyndar núna á Blönduósi en stundaði búskap í Syðri-Brekku og á enn þá nokkrar kindur. „Þær sendu sem sagt nokkrum völdum konum póst og upp úr því var haldinn fundur þar sem hugmyndirnar flæddu, allt frá stofnun matarsmiðju út í handverk og markað eða búð, með afurðir í héraði,“ segir Anna Margrét. Hún á von á því að slíkur markaður með afurðir úr sveitinni yrði staðsettur á Blönduósi, enda enginn slíkur markaður þar rekinn. Hún segir það skjóta skökku við í ljósi þess hversu margir ferðamenn eigi leið um bæinn. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...