Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áhugaleikhús okkar landsmanna
Menning 7. júní 2023

Áhugaleikhús okkar landsmanna

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú í um það bil eitt og hálft ár hefur Bændablaðið staðið fyrir reglulegum greinaskrifum um áhugaleikhúsin í landinu.

Mikill og stöðugur áhugi hefur verið á kynningu á starfsemi þeirra, enda kemur þar að fólk úr öllum starfsstéttum og um mikilvægan og merkilegan þátt menningarlífs okkar að ræða. Gott samstarf hefur verið við framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra leikfélaga, Hörð Sigurðarson, sem hefur unnið afar gott starf í þágu áhugaleikhúsa, og deildi hann fúslega með okkur þeim upplýsingum sem innt var eftir.

Þá helst er varðaði tilvonandi sýningarhöld leikhúsanna, uppákomur, fundi eða annað, auk þess að gauka að okkur áhugaverðu efni sem annars hefði ekki komist á síður blaðsins.

Farið hefur verið víða og lesendur kynnst glaum og gleði landshorna á milli, sorg og sút á sviðum leikhúsa okkar Íslendinga.

Vaninn er sá að vertíðir áhugaleikhúsa séu haust og vor og því ætlum við hér hjá Bændablaðinu að gefa umfjöllunum er varða áhugaleik svolítið sumarfrí.

Nú vil ég sem þetta skrifar bjóða öllum þeim sem vilja að hafa samband í sumar ef kemur til þess að það verða í boði námskeið, leiksýningar eða aðrar uppákomur sem gaman væri að fjalla um eða koma á framfæri.

Við óskum áhugaleikhúsfólki og unnendum leiklistar gleðilegs sumars og hlökkum til að taka upp þráðinn í haust.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...