Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata
Á faglegum nótum 2. janúar 2015

Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skýrslan Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata er komin út.


Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Bændasamtaka Íslands, ylræktarbændur og HAMK University of Applied Sciences í Finnlandi.
Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann. Markmiðin voru að prófa, hvort milliplöntun, afblöðun og grisjun hefðu áhrif á vöxt, uppskeru og gæði tómata og hvort það væri hagkvæmt. Rannsóknin var gerð í tilraunagróðurhúsinu á Reykjum.

Tómatarnir (cv. Encore) voru ræktaðir með 2,66 toppa á m2 í vikri undir topplýsingu frá háþrýstum natríumlömpum (HPS, 240 W/m2) að hámarki 18 klst ljós.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að grisjun hafði áhrif á söluhæfa uppskeru, uppskerumagn var 10 % minna. Meðalþyngd aldina var eitthvað hærri með grisjun en fjöldi uppskorinna aldina var lægri. Fleiri aldin fara í fyrsta flokk eftir grisjun en þegar ekki var grisjað og lítil aldin voru fæst. Við milliplöntun var alltaf uppskorið og þá jókst uppskera um 10 % (og um 15 % yfir lengri tíma) og framlegð um 3.400 ISK/m2 borið saman við enga milliplöntun. Ef afblöðun fer úr hefðbundinni í mikla jókst uppskera um 10 % og framlegðin um 1.400 ISK/m2. Ástæðan fyrir meiri uppskeru við mikil afblöðun var aukin meðalþyngd og fleiri aldin í 1. flokki. Möguleikar til að minnka kostnað, aðrir en að lækka rafmagnskostnað eru ræddir. Frá hagkvæmnisjónarmiði er mælt með því að grisja ágrædda tómata ekki, nota milliplöntun (ef sjúkdómar eru ekki í gróðurhúsi) og byrja snemma að afblaða mikið og gera það fram yfir byrjun uppskeru til að auka uppskeru og framlegð.

Nákvæmari niðurstöður sem og nokkrar tillögur um sparnað er að finna í lokaskýrslunni.

Skýrslan er nr. 55 í ritröðinni Rit LbhÍ. Sjá nánar hér.
 

Skylt efni: Garðyrkja

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...