Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands
Mynd / Stjórnarráðið - Golli.
Fréttir 20. mars 2020

Áhrif COVID-19 á íslenskan landbúnað og sjávarútveg rædd í ríkisstjórn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir áhrifum COVID-19 á íslenskan landbúnað og sjávarútveg.

Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að fundinum hafi komið fram að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fylgdist náið með þróun mála og að ráðuneytinu berist reglulegar upplýsingar frá Bændasamtökum Íslands og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þar segir að eindregin samstaða sé um að lágmarka efnahagslega neikvæð áhrif veirunnar bæði til skemmri og lengri tíma.

Kristján Þór gerði meðal annars grein fyrir því að ekki væru fyrirséðar hindranir á innflutningi á áburði og fóðri en grannt væri fylgst með þeirri þróun. Þá hefðu Bændasamtök Íslands auglýst eftir viljugu fólki til þess að sinna afleysingaþjónustu fyrir bændur og að áhersla væri lögð á mögulegar afleysingar fyrir einyrkja og minni bú.

Varðandi sjávarútveg væri ljóst að eftirspurn eftir ferskum fiski í Evrópu væri orðin því sem næst engin. Áhrifin væru þó víðtækari og ekki bundin við ferskar afurðir enda yrðu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki vör við samdrátt í eftirspurn allra tegunda inn á sína sterkustu markaði.

Loks gerði Kristján Þór grein fyrir því að ráðuneytið myndi áfram fylgjast náið með þróun mála og grípa til nauðsynlegra aðgerða eftir því sem tilefni verður til.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...