Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Áhrif boðaðra verkfallsaðgerða BHM og SGS á starfsemi bænda
Fréttir 17. apríl 2015

Áhrif boðaðra verkfallsaðgerða BHM og SGS á starfsemi bænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Að mati Bændasamtaka Íslands geta áhrif boðaðra verkfallsaðgerða BHM og SGS verið eftirfarandi á bændur. Hér er einkum átt við  verkfallsaðgerðir BHM enda skella þær að öllu óbreyttu á á mánudaginn næsta.

Minnisblað var lagt fram á fundi hjá atvinnuveganefnd Alþingis í morgun. Þá hafa fulltrúar Bændasamtaka Íslands einnig fundað með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fulltrúum Félags kjúklingabænda og Svínaræktarfélags Íslands.

Bændasamtök Íslands munu fylgjast náið með þróun mála, einkum að því er varðar vinnustöðvun dýralækna sem hefst, eins og áður segir, á mánudaginn.

Bændasamtökin munu á næstu dögum og vikum greina áhrif verkfalla SGS sem boðað hefur verið til og upplýsa búgreinafélög og búnaðarsambönd um gang mála eftir því sem þurfa þykir.

Að gefnu tilefni skal eftirfarandi áréttað vegna vinnustöðvunar hjá SGS. Hugsanleg vinnustöðvun hjá Starfsgreinasambandinu hefur ekki áhrif á kjarasamning Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambandsins. Samningur BÍ og SGS er sjálfstæður kjarasamningur sem ekki standa deilur um. Þá hafa hvorki verið um hann viðræður né honum vísað til ríkissáttasemjara. Deilur Starfsgreinasambandsins snúa að samningum við Samtök atvinnulífsins. Hins vegar skal bent á að samkvæmt upplýsingum frá Starfsgreinasambandinu fellur ferðaþjónusta undir svokallaðan þjónustusamning sem er samningur við Samtök atvinnulífsins. Samkvæmt framansögðu eru því störf á bændabýlum undanskilin fyrirhugaðri vinnustöðvun en hún nær til þeirra sem starfa í ferðaþjónustu.

Ef upp koma önnur tilvik þarf að skoða þau sérstaklega og munu Bændasamtök Íslands þá veita ráðgjöf eftir föngum.Kjarasamningur SGS og BÍ er frá 18. mars 2014. Hann nær til starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum; hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda, framleiðsla og þjónusta.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...