Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga
Fréttir 19. ágúst 2025

Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga

Höfundur: Þröstur Helgason

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051), er nú á lokametrunum og verða niðurstöður kynntar á næstunni.

Í ExGraze-verkefninu voru áhrif beitarfriðunar á kolefnisupptöku gróðurs og kolefnismagn í jarðvegi mæld. Sýni voru tekin beggja vegna girðinga sem settar höfðu verið upp í beitilandi á 35 stöðum á landinu. Girðingarnar voru 20 til 80 ára gamlar svo unnt var að mæla langtímaáhrif beitarfriðunar. Á öllum stöðum var unnið með náttúrulegan óáborinn úthaga, graslendi og mólendi á láglendi (neðan 200 m.y.s.). Mikill munur fannst á öllum mældum þáttum rannsóknarinnar þar sem beitt graslendi tók langmest upp af kolefni og hafði mestan kolefnisforða í jarðvegi.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á eftirtöldum stöðum:

  • Í Félagsheimilinu Árnesi, Gnúpverjahreppi, mánudaginn 25. ágúst kl. 20.00.
  • Í Félagsheimilinu Brún, Bæjarsveit ,þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20.00.
  • Í Kakalaskála, Akrahreppi, Skagafirði, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00.
  • Í Forystusetrinu Svalbarði, Þistilfirði, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20.00.
  • Í samkomuhúsinu Heiðarbæ, Reykjahverfi, föstudaginn 29. ágúst kl. 20.00.

Á fundunum verður farið yfir framkvæmd rannsóknarinnar og niðurstöður hennar. Að lokinni framsögu er gert ráð fyrir umræðum yfir kaffibolla.

Skylt efni: beitarfriðun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...