Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gallerískonur f.v. Monika Margrét Stefánsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Lína Björk Ingólfsdóttir og Guðrún Inga Hannesdóttir, en þær hafa opnað Gallerí Feimu í húsnæði gamla frystihússins á Dalvík.
Gallerískonur f.v. Monika Margrét Stefánsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Lína Björk Ingólfsdóttir og Guðrún Inga Hannesdóttir, en þær hafa opnað Gallerí Feimu í húsnæði gamla frystihússins á Dalvík.
Líf og starf 21. júlí 2021

Áhersla á fallega gjafa- og nytjavöru hjá Feima gallerí

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Feima gallerí hefur verið opnað í skrifstofurými gamla frystihússins á Dalvík, en að baki því standa fjórar konur í Dalvíkurbyggð, þær Lína Björk Ingólfsdóttir, Monika Margrét Stefánsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Guðrún Inga Hannesdóttir. Þær hafa allar um árabil unnið við handverk og hönnun og eða komið að rekstri gallería. Þannig rak Lína galleríið Iðju og síðar „Dóttur skraddarans“ á Dalvík í rúman áratug, hún hefur unnið í leir í ríflega aldarfjórðung og sótt ótal námskeið. Monika Margrét rekur Keramik­loftið á Árskógssandi en segja má að hún hafi alist upp innan um keramik, því móðir hennar rak samnefnt fyrirtæki á Akureyri allar götur frá árinu 1991. Sigríður rak galleríið Stjörnuna á Dalvík en hún er þekktust fyrir glervörur og hefur starfað sjálfstætt í þeim geira frá árinu 2004. Að auki þrykkir hún einnig á tau. Guðrún Inga er grafískur hönnuður að mennt og er með laserskornar vörur hjá Daley hönnun á Dalvík. Hún hefur hannað töluvert af minjagripum fyrir Gallerí Gullsól í Grímsey í gegnum tíðina.
Stöllurnar taka auk eigin handverks einnig inn í galleríið fjölbreyttar vörur frá handverksfólki sem tengist Dalvíkurbyggð. Þær segja að handverksfólk í byggðarlaginu vinni við alls kyns handverk, þar kenni margra grasa og þær vilji gefa fólki kost á að sjá úrvalið á einum stað. Alls er í boði handverk frá tæplega 20 manns til að byrja með. Þær segja Feimu bæði fyrir heimafólk og ferðalanga sem fari um, en engir minjagripir eru í boði heldur er áhersla á fallega gjafa- og nytjavöru. Auk þess sem opið er í galleríinu frá miðvikudegi til sunnudags er stefnt að því að hafa nokkra útimarkaði í porti framan við húsið í sumar. 

Skylt efni: handverk

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...