Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áhættumat erfðablöndunar og vöktun laxastofna
Mynd / Aðsend
Lesendarýni 18. ágúst 2020

Áhættumat erfðablöndunar og vöktun laxastofna

Höfundur: Valdimar Ingi Gunnarsson.
Vöktun er mikilvæg til að fylgjast með því hvort eldislax sé að ganga upp í veiðiár og er grunnforsenda þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Hafrannsóknastofnun hefur ekkert minnst á haustvöktun og lætur þannig hjá líða að upplýsa stjórnvöld um virkustu vöktunaraðferðina sem er forsendan fyrir því að hægt verði að meta hlutfall eldislaxa í veiðivötnum hér á landi á hagkvæman og skilvirkan hátt. Haustvöktun gengur út á að kafað er í veiðiár að hausti og taldir villtir laxar og eldislaxar.
 
Í Áhættumati erfðablöndunar er megináhersla lögð á að vakta erfðablöndun, þ.e.a.s. staðfesta að atburðurinn erfðablöndun hafi átt sér stað. Hér er ,,lokaafurð“ mæld og metin, aðferðafærði sem var lögð af í sjávarútvegi fyrir áratugum.  Nú er lögð áhersla á í sjávarútvegi að vera með eftirlitið sem næst þeim stað sem galli eða áhættan getur hugsanlega myndast. Þar er markmiðið að uppgötva og leiðrétta það sem aflaga fer sem fyrst til að lágmarka tjónið. 
 
Sýnatökur sem gefa takmarkaðar upplýsingar
 
Valdimar Ingi Gunnarsson.
Til að staðfesta erfðablöndun er lagt til í Áhættumati erfðablöndunar að rafveitt verði á hverju ári í um 20 veiðiám en aðeins sex þeirra er að finna á eldissvæðum.  Það er því aðeins verið að vakta lítinn hluta af veiðiám á eldissvæðum sem getur staðfest hvort erfðablöndun hafi átt sér stað. Hér er um kostnaðarsama aðferðafærði og af skiljanlegum ástæðum s.s. í Noregi er ekki lagt mikið upp úr þessum DNA- sýnatöku til að ákvarða hlutfall eldislaxa í veiðivötnum. Vöktunin felur því í sér að verið er að staðfesta tjónið, erfðablöndun, en áherslan ætti að vera að koma í veg fyrir slíkt og nota aðeins þegar grunur er um erfðablöndun til staðfestingar. 
 
Sýnatökur og villandi niðurstöður 
 
Í áhættumati erfðablöndunar er gert ráð fyrir því að senda til helstu laxveiðiáa strokusýni (DNA-sýnatöku) og jafnframt óskað eftir hreistursýni til að meta hlutfall eldislaxa. Það eru ákveðin vandkvæði við notkun á þessari aðferð, ef sýnin eru tekin á stangveiðitímabilinu mælist lágt hlutfall eldislaxa sem gefur ekki raunhæft viðmið um hlutfall eldislaxa á hrygningartímanum. Þetta er ástæðan fyrir því að Norðmenn leggja mikla áherslu á haustvöktun sem gefur góðar og raunhæfar upplýsingar um hlutfall eldislaxa í veiðiám. 
 
Haustvöktun 
 
Í Noregi hefur haustvöktun verið framkvæmd með góðum árangri síðustu ár í um 200 veiðiám. Meira finnst af eldislaxi í veiðiám að hausti en í stangaveiði að sumri. Það er ástæðan fyrir því að Norðmenn leggja mikla áherslu á að kortleggja hlutfall eldislaxa í veiðiám að hausti. Með haustvöktun fást áreiðanleg gögn til að leggja mat á hvort hugsanleg erfðablöndun geti átt sér stað. Samfara auknu umfangi laxeldis á Vestfjörðum og umfangsmiklum áformum er skynsamlegt að vera með árlega haustvöktun til að meta stofnstærð villtra laxfiska og hlutfall eldislaxa eins og gert er í Noregi.
 
Af hverju ekki haustvöktun?
 
Það er athyglisvert að Hafrann­sóknastofnun forðast að nefna á nafn haustvöktun – hver ætli ástæðan sé fyrir því? Stundum er því haldið fram að veiðiréttareigendur muni ekki samþykkja að farið verði í þeirra veiðiár og leitað að eldislaxi. Staðan er sú að veiðiréttareigendur á Vestfjöðrum standa nú frammi fyrir því að í fyrsta áhættumati erfðablöndunar var lagt til 50.000 tonna eldi á frjóum laxi í sjókvíum á Vestfjörðum. Í nýju áhættumati á þessu ári voru framleiðsluheimildir hækkaðar í um 65.000 tonn. Ein sviðsmynd sem blasir við veiðiréttar­eigendum er að eldislax getur leitað í töluverðum mæli upp í veiðiár ef stórar slysasleppingar eiga sér stað. Af hverju ættu þeir að vera á móti slíku inngripi sem fælist í haustvöktun? Það væri hlutverk Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, sem laxeldisfyrirtækin fjármagna, að greiða kostnaðinn og ávinningur veiðiréttareigenda væri að þeir fengju upplýsingar:
 
  • Um stofnstærð laxastofns í veiðivatninu og hvort hæfilegt veiði­álaga væri á stofninum.
  • Um hlutfall eldislaxa í veiði­vatninu og hugsanlegar líkur á erfðablöndun áður en hrygning á sér stað.
Árvaki  
 
Í áhættumati erfðablöndunar er lögð mikil áhersla á notkun árvaka. Stór kostur við árvaka er að þar kemur strax fram hvort eldislax er að ganga upp í veiðiár og geta þannig upplýst um slysasleppingar sem ekki hafa verið tilkynntar.  Með að skoða erfðaefni strokulaxanna er síðan hægt að staðfesta uppruna þeirra. Gallinn við vöktun með árvökum skv. upphaflegu áhættumati erfðablöndunar er að gert er ráð fyrir að staðsetning flestra þeirra verði langt frá eldissvæðum þar sem eldi á frjóum laxi er heimilað.  Eftir því sem fjær dregur þeim stað sem slysaslepping hefur átt sér stað eru færri og færri eldislaxar sem leita upp í veiðiár og munu því flestir árvakarnir skila litlu er varðar vöktun á hlutfalli eldislaxa í veiðivötnum. Slysaslepping getur því átt sér stað t.d. á sunnanverðum Vestfjörðum án þess að strokulax komi upp í árvökum. Þeir fjármunir sem fyrirhugað er að verja í árvaka sem eru í jafnvel hundruða km fjarlægð er betur varið með að koma fyrir í meiri nálægð við eldissvæðin. Árvakar mæla þó aðeins hlutfall eldislaxa í örfáum veiðivötnum og ekki raunhæf leið til að vakta öll veiðivötn vegna mikils kostnaðar.  Það er aftur á móti hægt að gera fyrir flestar eða allar veiðiár með haustvöktun sem er hagkvæmasta og besta aðferðafræðin til að vakta hlutfall eldislaxa í veiðiám. 
 
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f