Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Agúrkuveira greind á tveimur býlum á Suðurlandi
Fréttir 12. janúar 2018

Agúrkuveira greind á tveimur býlum á Suðurlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skömmu fyrir áramót greindist áður óþekkt veirusýking á agúrkum hér á landi. Sýkingin hefur greinst á tveimur býlum á Suðurlandi. Vírusinn sem getur smitast mjög hratt út er sá þriðji sem greinst hefur í gróðurhúsagrænmeti á stuttum tíma. Vírusinn smitar ekki menn.

Helgi Jóhannesson, garðyrkju­ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að vírusinn sem greindur var í agúrkum hér á landi 30. desember síðastliðinn kallist cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV).

„Vírusinn er leiðinlegur í alla staði, dregur úr vexti og leiðir til uppskerutaps. Í versta falli gætu gúrkubændur þurft að henda út plöntunum, sótthreinsa og byrja upp á nýtt.

Tjón vegna vírussins er misjafnt eftir því á hvaða vaxtarstigi plönturnar smitast. Ungar plöntur fara verr út úr smiti en eldri. Einkennin eru oftast sýnileg á blöðunum en ekki á vörunni sjálfri.

Líklega borist með innfluttu grænmeti

Vírusinn er mjög lífseigur og getur lifað árum saman í jarðvegi, plöntuleifum og annars staðar í gróðurhúsum.

Að sögn Helga er ekki vitað hvernig sýkingin barst til landsins. „Líklegast er að það sé með innfluttu grænmeti, agúrkum eða skyldum tegundum eins og melónum eða kúrbít, eða fræi. Líkur á smiti með fræjum eru litlar en til staðar og ekki hægt að útiloka það alfarið og slíkt er þekkt erlendis.

Berst hratt út

Eins og er hefur vírusinn greinst á tveimur garðyrkjubýlum á Suðurlandi.

„Vírusinn getur smitast mjög hratt út með afurðum, mönnum eða umferð sé ekki ýtrustu varúðar gætt. Búið er að grípa til aðgerða á báðum stöðum til að hindra aukna útbreiðslu vírussins og til að draga úr smiti innan stöðvanna tveggja.“

Helgi segir að tvær ólíkar vírussýkingar hafi komið upp í tómötum á síðasta ári og þá hafi verið ákveðið að fara yfir lög og reglur um sýkingar í matjurtarækt en að þeirri vinnu sé ekki lokið þrátt fyrir að hún sé löngu orðin tímabær.

„CGMMV-vírusinn er ekki tilkynningaskyldur hér á landi né hjá EPPO, Samtökum um plöntur og plöntuheilbrigði í Evrópu og við Miðjarðarhafið, einhverra hluta vegna.“

Helgi segir að reyndar sé orðið löngu tímabært að uppfæra þann lista hér á landi og endurskoða allt regluverk kringum plöntusjúkdóma, en langt sé síðan að það var gert síðast.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...