Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Álftahópur á túni í Eyjafirði í vetur.
Álftahópur á túni í Eyjafirði í vetur.
Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir
Fréttir 1. nóvember 2023

Ágreiningur um ágang

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stofnstærð álfta og heiðagæsa hefur stækkað töluvert og bændur verða varir við mikla ásókn stórra hópa geldfugla á tún og akra sem eru þeim til ama.

Í sumar sótti Hákon Bjarki Harðarson, bóndi á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit, um undanþágu frá verndarlögum að skjóta allt að fimm fugla í þeim tilgangi að fæla frá þaulsetinn álftahóp en fékk höfnun. Hann sér lítinn tilgang í að sækja um styrk vegna tjóns af völdum ágangs því ef tjónabætur eru samþykktar fellur jarðræktarstyrkur niður á móti og sama upphæð fæst vegna tjóns.

Eiríkur Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, segist heldur ekki sækja um tjónabætur enda liggi kostnaðurinn í efni og vinnu við að afstýra búsifjum frekar en að verða fyrir tjóni.

Fjórum sinnum í röð hefur verið lögð fyrir Alþingi þingsályktunar- tillaga um tímabundið leyfi til veiða en málið hefur ekki fengið brautargengi.

Bent hefur verið á að veiðar séu ekki lausnin og geti í raun haft þveröfug áhrif. Ýmsar aðrar leiðir séu fyrir hendi sem gætu stemmt stigu við ágang og nýjasta tækni gæti þar reynst haukur í horni. 

Sjá nánar fréttaskýringu á bls. 20–22 í nýútkomnu Bændablaði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f