Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Núverandi útbreiðsla ávaxtaflugutegundarinnar Bactrocera dorsalis.
Núverandi útbreiðsla ávaxtaflugutegundarinnar Bactrocera dorsalis.
Fréttir 19. febrúar 2019

Ágengum og skaðlegum tegundum flugna fjölgar í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ávaxtaflugur sem upprunnar eru í Asíu og sagðar vera ágengustu tegundir ávaxtaflugna í heiminum greindust í fyrsta sinn lifandi í Evrópu á síðasta ári. Lifandi flugur voru greindar á ræktarlandi á tveimur stöðum á Ítalíu.

Þrátt fyrir að ekki hafi greinst nema átta lifandi eintök af tegundinni, sem gengur undir heitinu Bactrocera dorsalis á latínu, er talið áhyggjuefni og hætta sögð á að flugurnar geti fjölgað sér hratt. Viðkoma flugnanna er hröð og allt að tíu kynslóðir á ári við góð skilyrði og getunnar til að lifa við fjölbreytt umhverfisskilyrði.

Alvarlegur skaðvaldur

Dauðar flugur af tegundinni finnast iðulega í ávaxtasendingum frá Asíu. Flugurnar eru upprunnar og algengar í Asíu og í Afríku þar sem þær hafa dreift hratt úr sér. Þær hafa einnig fundist í ávaxtarækt í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Á hverju ári veldur lirfa tegundarinnar miklum skaða í ávaxta- og matjurtarækt og í sumum tilvellum eyðileggur hún 100% uppskerunnar sé ekki gripið til skordýraeiturs og efnavarna til að halda henni í skefjum. Flugurnar leggjast meðal annars á banana, mangó og avakadó auk þess sem lirfur þeirra hafa fundist í innfluttum tómötum, eplum og perum til Evrópu.

Ekki er vitað með vissu hvernig flugurnar sem greindust lifandi á Ítalíu bárust út á akrana en talið er að lirfur þeirra hafi borist til landsins með ávöxtum og eins og lirfum er tamt umbreyst í fullvaxnar flugur og flogið á akurinn þar sem þær veiddust í flugnagildru.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...