Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Góð uppskera var af spergilkáli og blómkáli í haust, þrátt fyrir erfiðar aðstæður í vor.
Góð uppskera var af spergilkáli og blómkáli í haust, þrátt fyrir erfiðar aðstæður í vor.
Mynd / Bbl
Fréttir 14. desember 2023

Ágæt uppskera þrátt fyrir kalt vor

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt uppskerutölum úr útiræktun grænmetis, sem bændur hafa sjálfir skráð, er heildaruppskeran heldur meiri í ár en undanfarin tvö ár.

Helgi Jóhannesson.

Talsvert meiri uppskera var af blómkáli og spergilkáli en á síðasta ári, en svipuð í kartöflum, gulrótum og gulrófum. Minna er af kínakáli, hvítkáli og rauðkáli miðað við síðasta ár.

„Í heild mega bændur vera nokkuð ánægðir með uppskeruna þar sem vorið var blautt og kalt og fræ og plöntur fóru seint niður og vöxtur hægur til að byrja með,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins. Uppskeran kom því seinna á markað en í meðalári, að sögn Helga.

„En gott haust gerði það að verkum að heildaruppskera varð ágæt í mörgum tilvikum.

Tölur um hektara í ræktun liggja ekki fyrir og því ekki hægt að draga miklar ályktanir um ástæður þessara breytinga milli ára,“ segir Helgi.

Uppskerutölur úr útiræktun grænmetis samkvæmt skráningu bænda. Magn er í tonnum eftir tegundum.

Skylt efni: uppskera | grænmeti

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...