Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
VATN vísitalan hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Appelsínugula línan táknar VATN vísitöluna en sú gráa vísitölu neysluverðs.
VATN vísitalan hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Appelsínugula línan táknar VATN vísitöluna en sú gráa vísitölu neysluverðs.
Fréttir 1. maí 2023

Afurðaverð nautgripa að hækka

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Töluverðar verðhækkanir hafa átt sér stað undanfarna mánuði á afurðaverði til nautgripabænda. Hækkanir hafa numið allt að rúmum tuttugu prósentum.

Aukin eftirspurn eftir nautakjöti hefur birst í hækkunum afurðastöðva á afurðaverði á undanförnum mánuðum. Nú þegar hafa allar afurðastöðvarnar hækkað verð sitt það sem af er ári og sumar þeirra hafa hækkað verðskrár sínar þrisvar.

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, segir að hækkanirnar séu vissulega kærkomnar enda hafi staða nautakjötsframleiðslu verið afar erfið að undanförnu. „Við höfum séð fækkun á ásettum gripum en vonandi er þróunin að snúast við. Það er auðvitað þriggja ára ferli að framleiða gripi þannig að áhrifin koma kannski ekki fram strax.“

Ef skoðuð er hækkun UN gripa frá janúar til og með hækkununum sem tóku gildi 17. apríl sl. nemur hún allt að rúmum 20% í flokkum yfir 200 kg. Undir 200 kg flokkur UN gripa hækkar mun minna og flestar afurðastöðvar hafa ekki hreyft þá verðskrá það sem af er ári, að SS undanskildu.

VATN vísitalan, sem búgreinadeild nautgripabænda hefur haldið utan um, hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Stærstu verðhækkanirnar áttu sér þó stað í mars og apríl en tölur til að uppfæra vísitöluna fyrir apríl liggja ekki enn fyrir. Búast má við því að hækkanirnar komi sterkar fram við næstu uppfærslu VATN vísitölunnar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...