Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afurðaverð hækkar um 5%
Fréttir 12. janúar 2023

Afurðaverð hækkar um 5%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur ákveðið að greiða fimm prósenta afurðaverðshækkun ofan á allt afurðainnlegg síðasta árs.

Þar með er ljóst að SS greiðir hæsta afurðaverð til sauðfjárbænda, þegar tekið er mið af þessum hækkunum, bæði fyrir dilka og fullorðið. Reiknað afurðaverð SS fyrir dilkakjöt er þannig komið í 790 krónur á kílóið og fyrir fullorðið er það 182 krónur á kílóið, miðað við gefnar forsendur í útreikningum Bændasamtaka Íslands.

Greiðslan berst 20. janúar

Greiðslan vegna hækkunarinnar mun berast þann 20. janúar 2023, en í tilkynningu segir að þessi viðbótargreiðsla sé hrein viðbót við heildarafurðaverð ársins 2022, þar með taldri þeirri viðbót sem kynnt var í ágúst þegar 30 króna eingreiðslu var bætt við hvert kíló innleggs vegna erfiðari rekstraraðstæðna bænda.

Í tilkynningunni kemur fram að í heild greiði SS um 212 milljónir króna ofan á allt afurðainnlegg ársins 2022 til bænda. Stefna félagsins sé að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...