Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar um 17% milli ára.
Reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar um 17% milli ára.
Mynd / BÍ
Fréttir 24. júlí 2023

Afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands er hækkun á dilkakjöti milli ára 17%.

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda.

Árið 2022 var reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt 748 kr/kg en er nú 876 kr/kg. Verð á kjöti fyrir fullorðið hækkar aðeins um 3% milli ára. Ekki hefur verið birt afurðaverð hjá Fjallalambi og Sláturfélagi Vopnafjarðar og miða útreikningar við afurðaverð þessara sláturleyfishafa árið 2022.

Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ, segir ánægjulegt að afurðaverð komi fram svo snemma.

„Þessi hækkun er þó minni en mínar væntingar stóðu til. Við hjá Bændasamtökunum teljum að framleiðslukostnaður á dilkakjöti sé ríflega 2.000 kr/kg. Miðað við það vantar okkur nærri 300 kr/kg upp í þann kostnað þegar tekið hefur verið tillit til stuðnings úr búvörusamningum.“

Afkoman verri þrátt fyrir hækkun

Árið 2022 fengu bændur viðbótarstuðning sem nam um 111 kr/ kg samkvæmt rekstrargreiningu RML. Ekki verður greiddur neinn viðbótarstuðningur til bænda á þessu ári. Þá er ljóst að ýmsir kostnaðarliðir hafa hækkað talsvert milli ára.

Trausti segir því allt stefna í að afkoma sauðfjárbúa versni milli ára, þrátt fyrir hækkun afurðaverðs. „Við megum alls ekki við því að sjá framleiðsluna dragast meira saman. Ég á von á því að við sjáum frekari hækkun afurðaverðs og síðan stendur yfir endurskoðun búvörusamninga. Þar hlýtur ríkið að horfa til stöðu greinarinnar og koma til móts við hana.“

Reiknað meðalverð sláturleyfishafa og hækkun milli ára. Sláturhús KVH og Kaupfélag Skagfirðinga greiða hæst verð samkvæmt þessum útreikningum, 903 kr/kg Heimild: Bændasamtök Íslands

Skylt efni: Afurðaverð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f