Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Formaður deildar geitfjárbænda segir aðeins eina afurðastöð þurfa að stökkva á vagninn með geitabændum til að markaðssetja geitakjöt.
Formaður deildar geitfjárbænda segir aðeins eina afurðastöð þurfa að stökkva á vagninn með geitabændum til að markaðssetja geitakjöt.
Mynd / smh
Fréttir 27. október 2025

Afurðastöðvar slátra en kaupa ekki geitakjötið

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Afurðastöðvar slátra geitum en kaupa ekki afurðirnar af bændum eins og í öðrum búgreinum. Þetta er talið hamla vexti greinarinnar.

Hákon Bjarki Harðarson, formaður deildar geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands, segir að sláturhús slátri öllum geitum fyrir bændur en kaupi hins vegar ekki af þeim kjötið, afurðirnar, eins og þau geri í öðrum búgreinum. Því þurfi bændur að taka allt sitt kjöt heim og sjá sjálfir um sölu og eftir atvikum frekari vinnslu á afurðunum.

„Að því ég best veit þá er ekkert sláturhús sem kaupir geitakjöt í dag og ég veit ekki til þess að þau hafi gert það gegnum tíðina. Ef svo er þá er mjög langt síðan afurðarstöðvar hættu að kaupa geitakjöt af bændum,“ segir Hákon.

Aðeins sé misjafnt eftir sláturhúsum hvernig slátrun á geitum er háttað. Sum taki geitaslátrun jafnhliða sauðfé meðan önnur hafi sérstaka daga eða dagparta til geitaslátrunar. Einnig sé misjafn milli húsa hvort bændur þurfi sjálfir að koma geitum í slátrun eða hvort megi senda geitur með sauðfjársláturbílum.

Markaður myndi framboð

„Markaður fyrir geitakjöt er lítill í dag því framboðið er svo lítið hjá hverjum bónda. Markaðurinn myndast ekki nema framboðið sé til staðar, besta leiðin til þess að framboðið myndist er að afurðarstöðvarnar kaupi kjötið af bændum. Stór hluti geitfjárbænda er með fáar geitur og hafa því ekki það magn af kjöti að þeir geti annað eftirspurn ef t.d. eitt veitingahús vildi bjóða upp á geitakjöt á matseðli sínum. En afurðarstöðvarnar ættu mun auðveldara með að anna þess háttar eftirspurn,“ segir Hákon jafnframt.

Þegar grennslast var fyrir um geitaslátrun hjá afurðastöðvunum kom í ljós að hjá sláturhúsi SKVH á Hvammstanga er slátrað um 300 geitum í haust og bændur taka allt sitt kjöt heim. Síðasta áratuginn hið minnsta hafi engar fyrirspurnir borist þangað um sölu á geitakjöti eða aukaafurðir af geitum, segir í svari.

Í Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga er um 150 geitum slátrað nú í haust. „Allar geitur fara í heimtöku en afurðastöðin kaupir ekkert geitakjöt. Stærstu aðilarnir, um 85% af heildinni, sem slátra hjá okkur vinna afurðirnar sjálfir og selja geitaafurðir beint frá býli þannig að lítil eftirspurn hefur verið eftir því að leggja inn geitakjöt. En hins vegar hef ég ekki heldur fengið fyrirspurnir um kaupendur að geitakjöti,“ segir Einar Kári Magnússon aðstoðarsláturhússtjóri.

Hjá Sláturhúsi SS á Selfossi fengust þær upplýsingar að ríflega 100 geitum væri slátrað í haust en bændur tækju kjötið heim. „Við höfum ekki sölufarveg fyrir þetta og magnið nægir ekki til að fara í sér umbúðir og markaðssetningu,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri.

Sigmundur Hreiðarsson, framleiðslustjóri hjá Norðlenska ehf. á Húsavík, segir búið að slátra 76 geitum í haust. Sé miðað við fyrra ár verði þær um eða yfir hundrað talsins. Reynt hafi verið að kaupa afurðir fyrir nokkrum árum og áframselja en ekki verið eftirspurn og því hætt. Húsið vinni afurðir fyrir geitabændur sem selji þær svo sjálfir.

Ekki höfðu borist svör frá Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi þegar blaðið fór í prentun.

Aðeins þurfi eina afurðastöð til

Hákon telur að ef efla eigi geitfjárrækt sem búgrein þá þurfi geitabændur að fá afurðarstöðvarnar með sér í lið og búa til markað fyrir afurðirnar.

„Nokkur bú eru í dag að vinna flottar vörur úr sínum afurðum og selja beint frá býli. En það eru ekki allir bændur sem hafa aðstöðu, tíma eða áhuga á að vera með heimavinnslu og það kannski hamlar því að þeir stækki sín bú ef þeir geta ekki selt afurðarstöðvum sínar afurðir eins og bændur annarra búgreina gera í dag. Ég held að það eina sem þurfi til að breyta þessu sé að ein afurðarstöð þori að taka af skarið og leggja í þá vinnu með okkur að markaðssetja geitakjöt sem þá gæðavöru sem hún er. Eins og þetta fyrirkomulag er í dag þá tel ég að þetta hamli vexti greinarinnar,“ segir Hákon enn fremur.

Skylt efni: geitfjárrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...