Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 0 ára.
Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í nóvember. Samkeppniseftirlitið hefur áfrýjað.

Í tilefni af dómnum sendi Samkeppniseftirlitið (SKE) kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra erindi þar sem vakin var athygli á því að samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms öðluðust búvörulög ekki lagagildi og þar með gilda samkeppnislög um samstarf og samruna kjötafurðastöðva fullum fetum. SKE greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

SKE vildi með erindi sínu gefa kjötafurðastöðvum kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sem kunna að nýtast við athugun á því hvernig bregðast skuli við dómnum.

Heimilt er að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar ef talið er að niðurstaða slíks máls geti haft fordæmisgildi eða verulega þýðingu við beitingu réttarreglna.

Að mati SKE er fordæmisgildið augljóst þegar kemur að beitingu samkeppnislaga vegna samruna kjötafurðastöðva og annarrar háttsemi slíkra félaga sem kann að fara gegn ákvæðum laganna.

Enn fremur getur niðurstaða málsins haft áhrif á túlkun 44. greinar stjórnarskrárinnar um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.

Málið hefur jafnframt mikla samfélagslega þýðingu þegar litið er til þeirra áhrifa sem undanþáguheimildir búvörulaga hafa á starfsskilyrði bænda og samkeppni á kjötmarkaði.

SKE hefur beint þeim tilmælum til viðkomandi aðila að grípa ekki til neins konar aðgerða sem geta farið gegn samkeppnislögum á meðan málið er fyrir dómstólum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...