Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frostadóttir.
Fréttir 15. febrúar 2024

Áframhaldandi matvælaframleiðsla öryggismál

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir óásættanlegt hversu lág laun margir í bændastéttinni fá.

Útgangspunkturinn þegar farið verði í næstu búvörusamninga verði að tryggja lífsviðurværi þeirra. „Við getum ekki áfram verið að leysa kerfið með plástrum, það þarf heildrænni mynd,“ segir hún. Þetta snúist ekki bara um sértækan stuðning, heldur að fólk hafi í sig og á, geti verið stolt af sinni vinnu og hafi tækifæri til uppbyggingar. Þetta sagði Kristrún þegar flokkur hennar heimsótti Bændasamtökin og kynnti sér baráttumál bænda.

Vert sé að skoða hvort það sé hægt að breyta aðgangi bænda að fjármagni, hvort sem það sé í gegnum niðurgreiðslur eða í gegnum sjóði sem er hægt að sækja í. „Mér finnst ekkert óeðlilegt við að lánakjör og fjármagnskjör til uppbyggingar taki mið af heildarmyndinni,“ segir Kristrún. „Þetta er starfsemi sem er sérstök af því að hún er niðurgreidd af ríkinu að hluta til, en það er öryggismál að það verði áfram matvælaframleiðsla í landinu.“

Sem formaður í flokki sem berst fyrir hagsmunum launafólks segir Kristrún að þau vilji að fólk geti keypt mat á viðráðanlegu verði. 

Það þurfi hins vegar að hugsa um heildarmyndina og hvaðan maturinn komi, því fólk þurfi að geta haft atvinnu af matvælaframleiðslu til að tryggja öryggi landsins. Ekki sé rétt að bændur taki á sig erfiðar efnahagsaðstæður til að halda niðri verði, heldur sé hægt að leysa vanda fjölskyldna með húsnæðis- og barnabótum.

Þá segir hún hina svokölluðu gullhúðun hafa verið mikið til umræðu í þinginu. Fólk sé ekki neikvætt gagnvart EES-samningnum en það skipti máli að gætt sé að sérstöðu Íslands. Það sé verið að setja kröfur á bændur sem henti í margmilljónasamfélagi en ekki hér. Þetta séu hlutir sem þurfi að skoða og fá bændur meira að borðinu.

Skylt efni: Matvælaöryggi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f