Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áfram veginn til móts við framtíðina
Skoðun 27. maí 2021

Áfram veginn til móts við framtíðina

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Aukabúnaðarþing er núna á næsta leiti en það verður haldið þann 10. júní næstkomandi og mun þingið fara fram á fjarfundarformi. Mörg búgreinafélög hafa haldið sína aðalfundi og samþykkt að ganga til liðs við öflug heildarsamtök bænda á meðan önnur búgreinafélög munu halda sína aðalfundi meðfram haustinu.

Með breytingum á núverandi félagskerfi er lagt til að bændur hafi beina sjálfstæða aðild að Bændasamtökum Íslands, en aðild þeirra sé ekki í gegnum mismunandi aðildarfélög eins og nú er í flestum tilvikum. Enn fremur er lagt til að búgreinafélögin sameinist Bændasamtökunum og þannig megi samþætta starfsemina betur og auka þannig hagkvæmni, skilvirkni og slagkraft samtakanna.

Mikilvægir áhersluþættir og verkefni BÍ til næstu ára

Eftir sameiningu verða Bændasamtök Íslands byggð upp af deildum búgreina. Búnaðarsamböndin verða áfram aðildarfélög BÍ með skilgreind hlutverk, auk þriggja annarra félaga sem ganga þvert á búgreinar sem eru Beint frá býli, VOR (samtök bænda í lífrænum landbúnaði) og Samtök ungra bænda. Við sameiningu falla niður bein félagsgjöld til núverandi búgreinafélaga og bændur hafa þannig allir beina aðild að einu sameiginlegu deildaskiptu og öflugu hagsmunafélagi.

En núna megum við hvergi hvika. Við stefnum ótrauð á einföldun á umfangsmiklu félagskerfi bænda í því augnamiði að styrkja starfsemi samtakanna. Við þurfum núna að auka sýnileika og ásýnd landbúnaðarins með fræðslu. Bændasamtök Íslands eiga að vera leiðandi afl í upplýstri umræðu um landbúnað. Sýna þarf fram á sérstöðu íslenskrar framleiðslu með gæðavitund og umhverfismál í huga og efla þarf rannsóknir, nýsköpun og menntun á sviði landbúnaðar. En við þurfum fyrst og síðast að efla tengingu við grasrótina og þétta raðir og tengsl bænda.  

Hver verður framtíðarsýn íslensks landbúnaðar?

Við sem störfum innan atvinnugreinarinnar ætlum að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum með áherslu á nýsköpun, vöruþróun og verðmætasköpun. Við þurfum að móta framtíðarstefnu íslensks landbúnaðar með okkar félagsmönnum sem byggir á viðhorfi neytenda og aðkomu stjórnvalda að íslenskum landbúnaði. Við þurfum að huga að framförum í tækni á sviði búskapar, breyttra húsakosta og bættum aðbúnaði búfjár.

Hjá Bændasamtökunum starfar einvalalið starfsmanna sem er sofandi og vakandi yfir hagsmunum atvinnugreinarinnar. Á síðustu vikum og mánuðum höfum við eflt samskiptin við hið opinbera, félagasamtök, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir svo um munar. Við höfum beitt okkur fyrir hagsmunum einstakra búgreina og átt frumkvæði að því að ná samtali við stjórnvöld um breytingar á starfsskilyrðum landbúnaðarins. Við höfum einnig hafið kynningarherferð á nýsamfélagsmiðlum undir yfirskriftinni Hvað höfum við gert? þar sem kynnt er aðkoma og áætlanir einstakra búgreina í umhverfis- og loftslagsmálum. Það er mikil upplifun að sjá ys og þys á 3. hæð Bændahallarinnar og færi ég starfsfólki þar allar mínar bestu þakkir fyrir vel unnin störf undir miklu álagi síðustu mánaða.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...