Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Áform dregin til baka
Mynd / Pixabay
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar sem gera átti innflutning á mjólkurosti með viðbættri jurtafitu tollfrjálsan, hafa verða afturkölluð að sinni.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni föstudaginn 21. febrúar. Áformin voru birt í Samráðsgátt stjórnvalda 10. febrúar og rann umsagnarfrestur út mánudaginn 24. febrúar.

Áhyggjur bænda af neikvæðum áhrifum

Í Facebook-færslu Hönnu Katrínar kom fram að hún hafi heyrt áhyggjur bænda af mögulegum neikvæðum áhrifum breytinganna á einhvern hluta innlendrar framleiðslu og samkeppnisstöðu bænda.

Í framhaldinu hefði hún átt samtal við Daða Má Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra og í kjölfarið ákvað hann að afturkalla áformin um breytingar að sinni og hefja frekari skoðun málsins og eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og neytenda í málinu.

Frekari skoðun og öflun gagna

Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn um málið segir að ástæða þess að ákveðið var að staldra við séu fyrrgreindar áhyggjur bænda af mögulegum neikvæðum áhrifum. „Nú hefst frekari skoðun málsins og samráð haft við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagmuni bænda og neytenda í þessu máli.

Frekari skoðun felst í því að afla gagna og eiga samtal við samtök bænda, innflytjenda og neytenda á grundvelli þeirra gagna sem aflað verður um innflutning, tollflokkun og alþjóðlegar skuldbindingar sem henni tengjast.“

Skylt efni: tollamál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f