Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Axel Páll Einarsson og Elísabet Thorsteinsson, kúabændur á Syðri-Gróf.
Axel Páll Einarsson og Elísabet Thorsteinsson, kúabændur á Syðri-Gróf.
Fréttir 26. nóvember 2024

Afleysing ekki fáanleg

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Axel Páll Einarsson, kúabóndi á Syðri-Gróf í Flóahreppi, þurfti að fara í aðgerð vegna brjóskloss og segir hægara sagt en gert að fá afleysingu. Skilmálar tryggingaverndar setja bændum þröngar skorður.

Axel Páll rekur kúabúið með Elísabetu Thorsteinsson, eiginkonu sinni. Hann fékk brjósklos í sumar og þurfti að fara í aðgerð í október. Hann fékk skýr fyrirmæli um að hann mætti eingöngu sinna auðveldum verkum í fjórar vikur á meðan hann væri að jafna sig eftir aðgerðina.

Vinnutíminn fælir frá

Hjónin gerðu mikla leit að starfsmanni sem gæti hlaupið í skarðið, en varð ekkert ágengt fyrr en á fjórðu viku veikindaleyfis Axels Páls. Afleysingamaðurinn sem þau fengu stundar nám við Fjölbrautaskólann á Suðurlandi og hefur tíma aflögu vegna verkfalls kennara. Hann auglýsti þjónustu sína á Facebook og sóttust fjölmargir bændur eftir að ráða hann. Þangað til voru vinir og vandamenn fengnir til þess að létta undir, en mest allt verkefnaálagið hefur lent á Elísabetu. „Hún fer á fætur klukkan hálf sex á morgnana og skríður upp í rúm klukkan átta á kvöldin,“ segir Axel Páll.

Hann segist skilja af hverju það sé erfitt að ráða afleysingafólk í skamman tíma, en vinnutíminn við mjaltir kvölds og morgna er ekki aðlaðandi vegna þess los sem verður á deginum milli mála. Hann kallar eftir því að komið verði upp fyrirkomulagi þannig að fólk gæti haft fullt starf af afleysingum í landbúnaði. Það gæti þá sinnt öðrum störfum milli mjalta og skipst á að taka kvöld og morgunmjaltir.

Staðgengilstrygging nýtist ekki

Félagsmenn Bændasamtaka Íslands (BÍ) eiga rétt á staðgengilstryggingu sem á að standa undir launakostnaði við afleysingar. Þegar Axel Páll hafði samband við BÍ var viðmótið jákvætt og honum tjáð að hann ætti rétt á að sækja um bætur í gegnum samning BÍ við Sjóvá.

Skilmálum trygginganna fylgi hins vegar miklar skorður sem hafa orðið til þess að Axel Páll hefur ekki getað nýtt sér þær. Þar er til að mynda kveðið á um að sá tryggði þurfi að vera óvinnufær í að minnsta kosti þrjá mánuði af völdum veikinda eða slysa. Hámark endurgreiðslunnar frá tryggingafélaginu er 350.000 krónur á mánuði og bendir Axel Páll á að verktaki á meðallaunum væri ekki marga daga að tæma þann sjóð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...