Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afleiðingar aðfangahækkana síðasta árs enn verulegar
Á faglegum nótum 19. júní 2023

Afleiðingar aðfangahækkana síðasta árs enn verulegar

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Bændur vöknuðu við vondan draum á síðasta ári þegar flest öll grundvallaraðföng í búrekstri ruku upp í verði og stefndi afkomu starfsgreinarinnar í voða.

Var þá af mörgum áætlað að um tímabundna breytingu væri að ræða knúna af af afar sérstökum aðstæðum á mörkuðum og að hún myndi fyrr en síðar leiðréttast og rekstrargrundvöllur landbúnaðarins myndi fara aftur í samt form. Var brugðist við þessu ástandi með einskiptisgreiðslu frá ríkinu til að koma á móts við þær krefjandi aðstæður sem nú voru komnar upp. Nú er árið 2023 brátt hálfnað og hafa verðhækkanirnar ekki gengið til baka nema að örlitlu leyti. Á þessum gröfum má sá þróun innflutningsverðs á áburði, fóðri og heyrúlluplasti.

Eru þetta vegin meðaltöl þeirra vöruflokka sem teljast sem áburður eða fóður til þess að veita sem réttasta mynd af stöðu mála. Sést að verðhækkanir á áburði og heyrúlluplasti hafa lítið gengið til baka enn og fóður hefur aðeins haldið áfram að hækka. Innflutningsverð á bensíni hefur einnig lækkað á þessu ári.

Í nýlegum útgáfum RML er farið yfir stöðu reksturs mjólkur- og sauðfjárbýla. Er þar sýnt á greinargóðan hátt hvernig hinir ýmsu kostnaðar- og tekjuliðir skiptast og þróun þeirra á milli ára er borin saman. Samkvæmt rekstrargreiningum fyrir árin 2019 til 2021 hefur fóður og áburður verið 52% af breytilegum kostnaði í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu og 35% af lambakjötsframleiðslu en má áætla að í dag sé hlutfall þeirra nokkuð hærra.

Helstu þættir þessara kostnaðarliða hækkuðu á bilinu 40 til 150% á milli áranna 2021 og 2022 og eins og áður hefur komið fram hefur verðið ekki gengið til baka.

Samkvæmt RML jókst breytilegur kostnaður við mjólkurframleiðslu um 25% á milli áranna 2021 og 2022, um 32 krónur á lítrann, og má áætla að hlutfallsleg hækkun hafi verið svipuð í nautakjötsframleiðslu. Ljóst er að erfiðlega hefur gengið að velta þessum kostnaðarhækkunum út í verðlagið og staða bænda hefur ekki vænkast eftir því sem lengri tími líður frá þessum snöggu breytingum.

Slæmi draumurinn sem vaknað var við í fyrra er ekki genginn yfir. Ljóst er að afkoma í landbúnaði árið 2022 var verri en síðustu ár og er áætlað að afkoma meðalbús í nauta-, lambakjöts- og mjólkurframleiðslu hafi verið nálægt núlli eða neikvæð.

Of snemmt er að segja um hvernig 2023 mun þróast. Vissulega hefur afurðaverð hækkað og ætti það að létta á ákveðnum þrýstingi en á móti hefur fjármagnskostnaður aukist.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...