Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aflayfirlit fyrstu níu mánaða fiskveiðiársins
Fréttir 31. júlí 2017

Aflayfirlit fyrstu níu mánaða fiskveiðiársins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heildarafli íslenska flotans á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins 2016/2017, frá 1. september 2016 til 31. maí 2017, nam um 874 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra 814 þúsund tonn.

Í frétt á heimasíðu Fiskistofu segir að þetta sé aukning í heildarafla sem nemi um 7,4% eða um 60 þúsund tonnum. Munur milli fiskveiðiára er að mestu vegna aukinnar veiði í loðnu.

Botnfiskur

Á níu mánaða tímabili yfirstandandi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip tæplega 23 þúsund tonnum minna af þorski úr sjó en á fyrra ári. Samdráttur í ýsuafla var um fimm þúsund tonn. Heildaraflinn í botnfiski á þessu tímabili er tæp 330 þúsund tonn upp úr sjó samanborið við tæp 383 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er samdráttur upp á 13,8% sem skýrist einkum af  sjómannaverkfallinu um áramótin.

Uppsjávarfiskur

Á sama tímabili var uppsjávarafli íslenskra skipa rúm 538 þúsund tonn. Er það tæplega 117 tonnum meiri afli en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Milli ára varð talsverð aukning í makríl og loðnu en samdráttur í kolmunna.
 
Skel- og krabbadýr

Afli í skel- og krabbadýrum á sama tíma er rúmum þrjú þúsund tonnum minni en á fyrra ári sem samsvarar um 34% samdrætti.  Nærri helmings­samdráttur varð í veiðum á rækju og samdráttur var líka í humarveiðum og sæbjúgnaveiðum.

Nýting aflamarks- og króka­aflamarksbáta á þorski og ýsu

Á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins 2016/2017 höfðu aflamarksskip nýtt um 75% af aflaheimildum sínum í þorski. Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall 86%. Þorskafli aflamarksskipa til kvóta á þessum helmingi fiskveiðiársins nam tæpum 117 þúsund tonnum. Þegar litið er til aflamarks í ýsu á sama tímabili þá hafa aflamarksskip nýtt rúm 68% ýsukvótans samanborið við 84% á fyrra ári. Í heildina hafa aflamarksbátar notað rúm 79% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár miðað við tæp 83% á fyrra ári.

Krókaaflamarksbátar nýtt 73% af aflaheimildum í þorski

Á fyrra fiskveiðiári var hlutfallið 77,4%. Þorskafli hjá krókaaflamarksbátum var 27 þúsund tonn í ár en var 28 þúsund tonn á síðasta ári. Afli krókaaflamarksbáta í ýsu er um sex þúsund tonn á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins og hafa þeir nýtt um 91% krókaaflamarksins í ýsu.

Í heildina hafa krókaafla­marksbátar notað um 70% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár samanborið við 74,5% á fyrra ári.

Skylt efni: Fiskveiðar | afli

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f