Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016
Mynd / TB
Á faglegum nótum 5. september 2016

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur í sauðfjárrækt hjá RML
Fagráð í sauðfjárrækt ákvað í vetur að gera þær breytingar á reglum um styrkhæfar afkvæmarannsóknir frá því sem var í gildi sl. haust, að lágmarksfjöldi veturgamalla hrúta í samanburði skyldu vera 4 í stað 5 og að styrkurinn á hvern veturgamlan hrút skyldi hækka úr 2.000 kr. í 3.500 kr.  
 
Jafnframt að ef sú heildarupphæð sem áætluð er af fagfé til þessa verkefnis gengur ekki út mun styrkurinn hækka þannig að hann deilist jafnt út á alla veturgömlu hrútana. Reglur fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum þetta haustið eru eftirfarandi:
  • Í samanburði þurfa að vera 5 hrútar og að lágmarki séu 4 af þeim veturgamlir (fæddir 2015). 
  • Undan hverjum hrúti þarf að ómmæla og stiga 8 lömb af sama kyni og hrúturinn þarf að eiga 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. 
  • Hrútarnir skulu hafa verið notaðir á sem jafnasta ærhópa þar sem aldur er blandaður. Ekki er tekinn gildur afkvæmadómur hrúta sem notaðir er á veturgamlar ær, nema allir hrútarnir í samanburðinum séu notaðir á veturgamlar ær (gemlinga). 
  • Ganga þarf frá afkvæma­rannsókninni í Fjárvís.is (vista uppgjörið).  Þeir sem ekki eru í netskilum leiti aðstoðar hjá ráðunautum RML. 
  • Tilkynna þarf að uppgjöri sé lokið með því að senda tölvupóst á ee@bondi.is
 
Tekið skal fram að ekki eru takmörk fyrir því hve margir hrútar geta verið með í  rannsókninni umfram lágmarkskröfur og greiddur er styrkur á alla veturgamla hrúta sem eru með í samanburðinum.
 
Skilyrðin sem sett hafa verið varðandi veturgömlu hrútana hafa þann tilgang að hvetja til aukinnar notkunar á lambhrútum og markvissrar prófunar á þeim með það fyrir sjónum að hraða erfðaframförum í stofninum. Líkt og bændur þekkja eru vel útfærðar afkvæmaprófanir ákaflega skilvirk leið til þess að meta gildi hrútanna sem ræktunargripa m.t.t. skrokkgæða. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...