Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Með lagabreytingum á vörnum gegn dýrasjúkdómum er verið að opna á möguleikann að nýta ræktun sem varnaraðgerð gegn sjúkdómum og þar með að innleiða innleiða tillögur sem voru lagðar fram í sameiginlegu stefnuskjali stjórnvalda og bænda, „Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu“
Með lagabreytingum á vörnum gegn dýrasjúkdómum er verið að opna á möguleikann að nýta ræktun sem varnaraðgerð gegn sjúkdómum og þar með að innleiða innleiða tillögur sem voru lagðar fram í sameiginlegu stefnuskjali stjórnvalda og bænda, „Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu“
Mynd / Aðsend
Fréttir 2. júní 2025

Breytingar á lögum um varnir gegn dýrasjúkdómum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingar á lögum um varnir gegn dýrasjúkdómum. Með þeim á að innleiða tillögur sem voru lagðar fram í sameiginlegu stefnuskjali stjórnvalda og bænda, „Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu“.

Drög að frumvarpinu fóru í Samráðsgátt í byrjun mars, en Sigurborg Daðadóttir fyrrverandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun sem starfar nú sem sérfræðingur í atvinnuvegaráðuneytinu leiddi undirbúningsvinnuna að breytingunum. Nefndarálit atvinnuveganefndar liggur fyrir og bíður það nú annarrar umræðu.

Varnarhólfum ekki breytt í snatri
Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.

Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að með breytingunum verði ráðherra gefin heimild til að setja í reglugerð skyldu um að rækta gegn dýrasjúkdómi – sem og að geta fyrirskipað ræktun. „Ný verkfæri hafa komið til sögunnar í baráttunni gegn útrýmingu á riðu í sauðfé, þegar verndandi arfgerð fannst í íslensku sauðfé. Það þykir brýnt að tefja ekki möguleika á að nýta þau verkfæri og því er þetta ákvæði í frumvarpinu. Tillögurnar í frumvarpinu miða að því að unnt sé að vinna samkvæmt landsáætluninni og ná markmiðum um útrýmingu riðu. Einnig þarf að tryggja lagastoð fyrir setningu nýrra reglugerða um riðuveiki og flutning fjár yfir varnarlínur.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra geti falið Matvælastofnun með reglugerð að framfylgja tilteknum aðgerðum og taka ákvarðanir um aðgerðir í tengslum við uppkomu alvarlegra dýrasjúkdóma – og ákvarða greiðslu bóta á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Þá er lagt til að ráðherra verði heimilt að setja ákvæði í reglugerð um flokkun landssvæða, bæja og starfsstöðva þar sem sérstakar ráðstafanir skulu gilda til að hefta útbreiðslu alvarlegra dýrasjúkdóma í samræmi við eðli viðkomandi dýrasjúkdóma og faraldsfræðilegra þátta. Um þetta efnisatriði segir Þóra að ráðherra geti með setningu reglugerðar falið Matvælastofnun að skilgreina takmörkunarsvæði umverfis staði þar sem upp hafa komið alvarlegir dýrasjúkdómar og gera þarf sérstakar ráðstafanir.

Spurð hvort þetta ákvæði geti haft skjót og afgerandi áhrif á skipan sóttvarnarhólfa og varnarlína, segir Þóra að hún telji ekki líklegt að samstundis verði gerð algjör uppstokkun á þeim kerfum. „Endurskoðun varnarlína verður auðvitað stöðugt í gangi. Matvælastofnun leggur til við ráðuneytið ef óhætt þykir að fella niður varnarlínu og ráðuneytið tekur tillögurnar til skoðunar og afgreiðslu. Almennt verður tekið mið af þeirri stefnu sem fram kemur í Landsáætlun um útrýmingu riðuveiki og án efa munu varnarlínur og hólf taka breytingum með tímanum eftir því sem hlutfall fjár með verndandi arfgerð eykst og betri árangur næst í ræktunarstarfinu samkvæmt Landsáætlun,“ segir hún.

Unnið að heildarendurskoðun

Þóra segir að gangi breytingar frumvarpsins eftir ætti stjórnsýsla í kringum aðgerðir þegar riðuveiki eða aðrir alvarlegir dýrasjúkdómar koma upp að einfaldast. „Það væri fagnaðarefni því núverandi kerfi er bæði tímafrekt og þungt í vöfum. Ráðherra yrði heimilt að kveða á um í reglugerð að Matvælastofnun tæki ákvörðun um niðurskurð, hreinsun og förgun að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Fjár- og stjórnsýsla myndi að mestu leyti flytjast til Matvælastofnunar, sem ætti að bæta og auka skilvirkni þar sem afgreiðsla yrði þá á hendi einnar stofnunar en ekki bæði ráðuneytis og stofnunar. Allar ákvarðanir Matvælastofnunar yrðu þá einnig kæranlegar til ráðuneytis.

Það má líta á þessar tillögur um breytingar á gildandi lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim sem bráðabirgðalausn því brýn þörf er á heildarendurskoðun löggjafar um málaflokkinn heilbrigði og velferð dýra, sem ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu að. Verið er að vinna að útgáfu stöðumats og í framhaldinu verður þá mótuð stefna í málaflokknum sem er undirstaða frekari lagafrumvarpa,“ segir Þóra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f